Morgunblaðið - 26.03.1988, Side 25

Morgunblaðið - 26.03.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 25 Utvegsbankinn opn- ar verðbréfamarkað ÚTVEGSBANKI íslands hf. opnaði í gser verðbréfamarkað í Síðum- úla 23. FJjá markaðnum verða til sölu allar helstu tegnndir verðbréfa auk veðdeildarbréfa bankans. Einnig verður starfræktur sérstakur fjárfestingarreikningur á verðbréfamarkaðnum með margvíslegri þjónustu. Þá hyggst Verðbréfamarkaður Útvegsbankans setja á stofn verðbréfasjóð sem verður með nokkuð öðru sniði en hingað til hefur tíðkast hér á landi. Á kynningarfundi við opnun verð- bréfamarkaðarins kom fram að góð reynsla hefur fengist af starfsemi Veðdeildar Útvegsbankans, sem hóf útgáfu bankabréfa í júní á síðasta ári. Alls hafa verið gefin út bréf fyrir um 450 milljónir á þeim tíma, en þar af er útgáfan á þessu ári um 200 milljónir. Raunávöxtun þessara bréfa er nú 10%. Fjárfestingarreikningur Verð- bréfamarkaðarins er fjárvörslu- reikningur þar sem markaðurinn mun í umboði viðskiptavina annast kaup og sölu á verðbréfum, inn- heimtuþjónustu á verðbréfum og kaupsamningum auk þess að ráð- stafa innborgunum jafnóðum og þær berast. Einnig verður eigendum Fjárfestingarreikninga boðið að láta greiða fyrir sig reikninga og veitt aðstoð við reglubundinn spamað. Starfsfólk Verðbréfamarkaðar Útvegsbankans talið frá vinstri: Hrefna Sigurðardóttir ráðgjafi, Hall- mundur Hafberg forstöðumaður Veðdeildar, Anna Berglind Þorsteinsdóttir ráðgjafi og Friðrik St. Halldórsson forstöðumaður. ÚTLITIÐ - VÉLIN - TÆKNIN OG INNRÉTTINGIN - ALLT ER BYGGT Á SKYNSEMI, FEGURÐARSKYNIOG UMFRAM ALLT JAPANSKRI ÚTSJÓNARSEMIOG HUGVITI. Snerpa og einstakir aksturseiginleikar. ★ Bensíneyðsluna tekur varla að nefna. ★ í ullkomin sjálfskipting 4ra eða 5 gíra beinskipting. ★ Framhjóladrif eða 4x4. ★ Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum. ★ DAIHATSUGÆÐIOG ÞJONUSTA SEM ALLIR ÞEKKJA. BRIMBORG H/F Ármúla 23. Símar: 685870 - 681733

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.