Morgunblaðið - 26.03.1988, Page 29

Morgunblaðið - 26.03.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 29 - ennþá ekki vandamál að taka við sorpi UM 100 bílhræjum er kastað á sorphauga Reykvíkinga í Gufunesi vikulega. Sorp hefur aukist mikið undanfarin ár, einkum einnota umbúðir, allt frá litlum fernum upp í blikktunnur. Stærsti hluti sorps- ins nú er þó timburúrgangur, að sögn Péturs Hannessonar deildar- stjóra hjá borgarverkfræðingi. Hann sagði að sorphaugarnir í Gufu- nesi myndu endast til ársins 1990, eftir það verður að fara annað með sorp úr höfuðborginni. „Það hefur engin sorpsprenging orðið enn,“ sagði Pétur Hannesson í samtali við Morgunblaðið. Tilefnið var frétt frá Suðumesjum af gífur- legri aukningu sorps, m.a. vegna breyttra neysluvenja. „Hins vegar hefur orðið mikil aukning á sorpi, við hljótum að hafa það svona gott úr því að við hendum svona miklu,“ sagði Pétur. „Enn sem komið er, er ekkert vandamál að taka við.“ Hann sagði aukninguna aðallega vera einnota umbúðir, nú væri öllu m ONUSTA VIB Skipuleg Jjármál, ekkert umstang, örugg umönnun. Reynsla okkar af því að veita þjónustu við ávöxtun peninga í verðbréfum hefur kennt okkur hvað fólk vill helst og spyr oftast um. Verðbréfareikningur VIB var fyrsta skref okkar til að verða við óskum viðskiptavina okkar. Eftirlaunareikningur VIB — fyrir þá sem viija leggja reglulega fyrir- var það næsta. Jafnframt bjóðum við Sjóðsbréf VIB og allar algengar gerðir verðbréfa: Spariskírteini ríkissjóðs, bankabréf, skuldabréf traustra fyrirtækja, hlutabréf og verðbréf verðbréfasjóða. Starfs- fólk VIB veitir allar nánari upplýsingar. Síminn er 91-68 15 30 og afgreiðslan er að Ármúla 7. Með bestu kveðju, ,rg. Sigurður B. Stefánsson 'i.X pakkað inn í plast eða bréf, sem áður hefði verið ópakkað. Ennfrem- ur kemur mikið á haugana nú, sem áður fór til Sindrastáls, svo sem bílhræ, tunnur og þess háttar. Þá hafa Suðumesjamenn þurft að koma til Reykjavíkur að losa sig við sorp, sem Sorpeyðingarstöð Suðumesja getur ekki tekið við. Þrátt fyrir mikla aukningu einnota umbúða og bílhræa á haugunum, er þó timburúrgangur enn fyrir- ferðamestur í sorpinu. Pétur sagði aukninguna ekki munu raska áætlunum um nýtingu hauganna í Gufunesi. Þeir munu endast næstu tvö árin, til 1990. Eftir það verður að nota annan stað til sorplosunar. „Það er vitað um tvo til þijá staði sem koma til greina með tilliti til mengunar og um- hverfís, annað mál er hvort sam- þykki fæst fyrir þeim,“ sagði Pét- ur. Hann sagði það stöðugt vera í athugun, hvemig best væri að losna við sorpið. Ennþá væri hagkvæmast að urða það og ekkert sem á þess- ari stundu benti til breytinga þar á. Eftir að haugamir í Gufunesi hafa verið aflagðir, verður hægt að nýta svæðið til útivistar, t.d. sem golfvöll, að sögn Péturs, en varla verður hægt að nýta það undir mannvirki fyrst um sinn. Þó væri e.t.v. hægt að reisa þar léttar bygg- ingar eftir um 20 ár. Pétur benti á, að þegar hefði verið byggt, þar sem áður voru sorphaugar í Reykjavík, t.d. við Eiðsgranda og á svæði Háskólans. V' .*.*• ..v v*: tV Félag áhugamanna um bókmenntir: Svava Jakobs- dóttir og Dagný Krist- jánsdóttir NÆSTI fundur Félags áhuga- manna um bókmenntir er hald- inn í samvinnu við Forlagið. Þá verður annað bókmenntapar fé- lagsins kynnt. Fyrsta bókmenntaparið var Thor Vilhjálmsson og Ástráður Eysteins- son og þótti það skemmtileg nýjung að hafa saman rithöfund og bók- menntafræðing. Laugardaginn 26. mars verður bókmenntaparið Svava Jakobsdótt- ir og Dagný Kristjánsdóttir. Forlag- ið, sem gaf Gunnlaðar sögu út, kostar ferð Dagnýjar til landsins og hleypur þannig undir bagga með félaginu því hún kemur hingað fyrst og fremst í þeim tilgangi að halda fyrirlestur á vegum félagsins um Gunnlaðar sögu. Svava ætlar að tala um tilurð og heimildaöflun Gunnlaðar sögu og néfnist erindi hennar Goðsagan um Gunnlöðu. Fundurinn hefst kl. 14 laugar- daginn 26. mars í Tjamarbíói við Tjamargötu. Fundasókn hefur verið það góð undanfarið að vandi hefur verið að fínna sal af heppilegri stærð en Tjamarbíó tekur mun fleiri í sæti en salurinn í Odda, sem oftast hefur verið þétt setinn og rúmlega það. (Fréttatilkynning) Gríndavík: Loðnuhrogn söltuð fyrir ABBA í Svíþjóð Grindavfk. HJÁ Fiskanesi hf. í Grindavík var verið að salta loðnuhrogn sl. laugar- dag fyrir sænska matvælafyrirtækið ABBA en slík verkun hefur aldrei áður verið framkvæmd í Grindavík. Að sögn Dagbjarts Einarssonar fram- kvæmdastjóra Fiskaness hf. hefur ABBA látið salta fyrir sig loðnuhrogn undanfar- in tvö ár í Vestmannaeyjum en vegna launadeilna og verkfalls þar var Fiska- nes hf. beðið um að salta ef þess væri nokkur kostur. „Söltun loðnuhrogna kemur ekki í staðinn fyrir söltuð þorskhrogn vegna minni þorskgengdar ár eftir ár eins og ég hélt fyrst," sagði Dagbjartur. „Hér er um annan neyslumarkað að ræða í Svíþjóð og Danmörku og allt aðrar um- búðir. Hér er hins vegar um frekari nýt- ingu á loðnuhrognunum að ræða sem kemur sér vel, sérstaklega þegar fryst- ingin dregst saman,“ bætti hann við. - Kr.Ben. Morgunblaðið/Kristinn Unnið við söltun loðnuhrogna í Fiskanesi í Grindavík. Sorphaugar Reykjavíkur: Um 100 bíl- hræáhaugana í viku hverri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.