Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 40

Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 Njósnarar handtekn- ir í V-Þýskalandi Rnnn. Rpntpr ^ Bonn. Reuter. NOKKRIR menn grunaðir um njósnir hafa siðustu daga verið handteknir i Vestur-Þýskalandi. Segja heimildarmenn innan vest- ur-þýsku öryggislögreglunnar, að hinir grunuðu séu búsettir i héruð- úm nærri landamærum Frakk- lands, Belgiu, Hollands og Lúxem- borgar. París: Uppboð á ást- arlifsmyndum París. Reuter. UM helgina verða gamlar ást- arlífsmyndir og minjar boðnar upp í París. Hafa þeir sem safna slíkum gripum hópast til borgar- innar undanfarið en sumt af varn- ingnum er sjaldséð og allt að 300 ára gamalt. Sérfræðingarnir, nær allir karlkyns, hafa verið að grandskoða japanskar ætimyndir, indverskar smástyttur, útskurðar- verk og skartgripi, sem sýna ást- arlíf í hinni fjölbreyttustu mynd. Árlega er efnt til uppboðs á verk- um er tengjast ástarlífí í París. Það sem þar ber hæst að þessu sinni er olíumálverk frá aldamótum, sem heitir „Vél piparmeyjarinnar". Þetta er stórt málverk, sem er geymt inni í læstri skrautlegri kistu. Þegar hún hefur verið opnuð blasir við kona, sem ekki er í öðru en sokkum. Stend- Fréttir um þetta hafa birst í dag- blaðinu Die Welt, en þar var einn hinna handteknu sagður starfa í þágu Sýrlands og A-Þýskalands. Saksókn- ari V-Þýskalands og innanríkisráðu- neytið neita að staðfesta, að þessar fregnir hafí við rök að styðjast. Die Welt segir, að 61 árs gamall læknir af írönskum ættum, til heimil- is í Aachen skammt frá belgísku landamærunum, hafí verið tekinn fastur í vikunni vegna rannsóknar á víðtækri njósnastarfsemi. Segir blað- ið, sem stendur nærri kristilegum demókrötum, að verið sé að kanna, hvort leyniþjónustur kommúnist- aríkja og Sýrlands vinni saman á landamærum V-Þýskalands, Frakk- lands og Benelúx-landanna. Vest- rænar leyniþjónustur hafi komist að þvi, að austur-þýskir útsendarar hafí þjálfað sýrlenska og íranska njósnara í Damaskus og kennt þéim að taka þátt í „samsærisverkum" í V-Þýska- landi og annars staðar í V-Evrópu. Þýska dagblaðið Bild segir, að upp hafí komist um þessa njósnastarf- semi, þegar 43 ára gömul kona, sem starfað hefur sem ritari í stjómarráð- inu í Bonn, var yfírheyrð. Hún var handtekin fyrir viku sökuð um að hafa njósnað fyrir A-Þjóðveija síðan 1973. Reuter 400 kílógrömm afkókaíni Lögregla á Spáni lagði hald á stærsta kókaín-farm sem hald hefur verið lagt á í Evrópu í gær. 400 kílógrömm af kókaíni fundust í vöruskemmu í úthverfi Madríd og höfðu komið til Spánar með skipi. Lögregla handtók tíu manns sem tengjast þessu eiturlyfjasmygli. Verðmæti kókaínsins eru talin vera 44 milljón dollarar sem er um 1.716.000.000 íslenskar krónur. Afall fyrir „glasnost“: Reuter Hraðskreið lest Japanskar sýningarstúlkur sýna hér stoltar nýja eimreið, sem fyrirhugað er að taka í notkun á leiðinni milli Tókýó og Os- aka. Við tilraunir í fyrra náði lestin 401 kílómetra hraða á klukkustund. Hún yrði aðeins eina klukkstund á milli Tókýó og Ósaka. ur hún við vél, sem er búin tólum meðal annars til að klóra mönnum í bakið. Málverkið er metið á 8.000 dollara eða um 300.000 krónur. Talið er að mest verð fáist fyrir höggmynd á uppboðinu eða um 20.000 dollarar, 780.000 krónur. Myndin sýnir nakinn dreng í fullri líkamsstærð og er gerð af Enzo Innocenti, sem naut mikillar aðdáun- ar Mussolinis. „Vandinn er helst sá,“ sagði einn safnarinn „hvar á maður að koma dýrgripunum fyrir? Ekki í stofunni hjá sér!“ Noregur: Vilja stytta biðtíma flóttafólks Ósló. Reuter. MINNfflLUTASTJÓRN Verka- mannaflokksins lagði í gær fram skýrslu um stefnumál sín í inn- flytjendamálum. Þeir, sem gagn- rýnt hafa skýrsluna, segja, að breytingar, sem hún kveður á um, geti leitt til þess, að reisa verði flóttamannabúðir, auk þess sem stefnt sé í hættu lögformleg- um réttindum þeirra, sem sækja um hæli. í skýrslunni er lagt til, að biðtími flóttafólks eftir úrskurði um, hvort þeir fái hæli í landinu, verði styttur úr einu ári í þijá mánuði. „Ég ótt- ast, að þessi tillaga hafí í för með sér, að grípa verði til þess ráðs að reisa flóttamannabúðir, þar sem bæjarfélög, sem samþykkt hafa að taka við flóttafólki, hafí ekki undan að útvega húsnæði," segir Annette Thommessen, forstöðumaður Norsku flóttamannastofnunarinn- ar. Þingið mun ræða skýrsluna ásamt frumvarpi að nýjum innflytj- endalögum, sem búist er við að verði samþykkt í vor. Samkvæmt frumvarpinu verða flugfélög skylduð til að kanna, hvort farþegar hafa tilskilda papp- íra meðferðis. í fyrra kómu 13.300 innflytjend- ur til Noregs. Þar af báðu 8600 um pólitískt hæli í landinu og 1000 voru flóttamenn samkvæmt skil- greiningu Sameinuðu þjóðanna. Norsk stjómvöld hafa samþykkt að taka við 1000 flóttamönnum á þessu ári. Rekinn fyrir að gagnrýna fréttaflutning frá Armeníu Moskvu, Reuter. PRA VDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, greindi frá því í gær að fréttaritara blaðsins í Armeníu hefði verið sagt upp störfum fyrir að mót- mæla viðbrögðum flokksins við róstunum í Armeníu og Az- erbajdzhan. Ofanígjöfín við Júrí Arakelíjan, fréttaritara blaðsins í Armeníu, fylgir í kjölfar ýmissa ögrana í Armeníu og Azerbajdzhan við al- ræði flokksins. Stjómmálaskýrend- ur segja að ákvörðunin um að reka Arakelíjan sé augljóslega til þess ætluð að minna fólk á hveijir ráða og að hún veki efasemdir um holl- ustu flokksins við „glasnost“-stefnu Gorbatsjovs. Ritsljóm Prövdu sakaði Arakelíj- an um að bijóta reglur blaðamanna með því að afhenda vestrænum fréttamönnum skeyti sem hann skrifaði Viktori Afanasíjev, ritstjóra blaðsins. Arakelíjan ákvað að dreifa skeytinu eftir að hafa séð opinberu útgáfuna af grein um Armeníu sem hann ásamt þremur öðmm skrifaði fyrir Prövdu. Hann sagði að með því að breyta fréttinni hefði rit- stjómin lagt nafn hans við „óheiðar- leg skrif" frá kommúnistaflokki Sovétríkjanna. Orðrómur er á kreiki í Moskvu um að fímm félagar í Stjómmálaráðinu, þar á meðal Jeg- or Lígatsjov hugmyndafræðingur flokksins, hafí skrifað endanlegu greinina, sem nefndist „Tilfínningar Washington, Reuter. SAMK VÆMT skoðanakönhunum er mjótt á mtmum milli Michaels Dukakis ríkisstjóra í Massachu- setts og séra Jesse Jacksons, sem nýtur greinilega mikils stuðnings meðal stúdenta, í baráttunni um það hver hlýtur útnefningu demókrataflokksins í komandi forsetakosningum. Talið er augljóst að Richard Gep- hardt muni heltast úr lestinni eftir að atkvæði hafa verið greidd í for- kosningum demókrata í Michigan í dag. Ekki er lengur talið að þeir Albert Gore þingmaður frá Ten- nessee og Paul Simon, sem aðeins hefur átt einhveiju fylgi að fagna í heimaríki sínu Illinois, hafi áhrif á baráttuna innan flokksins. Duk- akis, sem sigraði í Kansas um síðustu helgi vill gjama hljóta yfír- burðafylgi í Michigan til þess að vega upp á móti slæmu gengi í 111- inois. Gephardt gaf út þá yfírlýsingu á fimmtudag að hann myndi hætta þátttöku í kosningabaráttunni ef hann tapaði í dag. Síðar neitaði hann að hafa sagst ætla að hætta og sagðist bjartsýnn á úrslitin í Michigan. „Ég mun sigra í Michigan og velgengni mín á eftir að auk- ast,“ sagði Gephardt. Dukakis er talinn hafa mest fylgi flokksmanna í New York-ríki, Pennsylvaníu, Ohio og fleiri stórum ríkjum. Þó svo sé, er ekki víst að honum takist að vinna þá 2.082 fulltrúa sem hann þarf að hafa á sínu bandi fyrir flokksþing demó- krata í Atlanta í júlí. ERLENT og skynsemi". Arakelíjan sakar ritstjómina um að hafa gert „afdrifarík mistök" með frásögnum sínum af mótmæl- unum í Jerevan, höfuðborg Arm- eníu, í Nagomo-Karabakh og í Súmgajt í Azerbajdzhan. Enn hefur í málgagni flokksins og líkja menn ástandinu við þögnina sem umlukti Tsjemobyl-slysið á sínum tíma. Armenar segja að það sé réttlætis- mál að fluttar séu sannar fréttir af atburðum. Forsetaframboð demókrata: Mjótt á munum milli Dukakis og Jesse Jacksons
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.