Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 42
42 1 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 Evrópubandalagið: Samkomulag um regl- ur við opinber útboð Brussel, frá Krístófer M. Krístinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. A FUNDI þeirra ráðherra sem fjalla sérstaklega um málefni EB-markaðarins í vikunni voru samþykktar tillögur frá fram- kvæmdastjórn bandalagsins um fyrirkomulag útboða vegna vöru- kaupa á vegum opinberra aðila innan EB. Samþykktin gerir ráð fyrir að öll útboð hærri en tíu milljónir íslenskra Noregur: V-þýskir hermenn velkomnir Bonn. Reuter. NORÐMENN hafa gefið í skyn, að þeir hafi ekkert á móti því, að Vestur-Þjóðveijar taki þátt í heræfingum Atlantshafsbanda- lagsins í Noregi árið 1990 og verð- ur það þá í fyrsta sinn, sem þý- skir hermenn koma til landsins eftir stríð. Talsmaður norska varnarmála- ráðuneytisins sagði, að Jörgen Holst, vamarmálaráðherra Noregs, hefði rætt þetta mál á fundi með Manfred Wömer, vestur-þýskum starfsbróður sínum, en Wömer mun síðar á árinu taka við af Carrington lávarði sem framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins. Vildi talsmaðurinn ekki skýra nánar frá viðræðum þeirra en heimildamenn innan Nato segja, að Norðmenn setji sig ekki lengur á móti því, að þýskir hermenn taki þátt í heræfingum í landinu. króna verði boðin út innan banda- lagsins í heild. Ákvæði eru um að útboð af þessu tagi skuli birta með góðum fyrirvara í stjómartíðindum bandalagsins. Sérstaklega verður fylgst með því að fyrirtækjum verði ekki mismunað eftir heimalandi. Ráðherramir höfnuðu hugmyndum um að stjómvöldum verði heimilt að umbuna fyrirtækjum sem hefðu sýnt sérstaka frammistöðu á sviði jafnréttismála, aðbúnaðar á vinnu- stað o.s.frv. Samkomulagið undan- þiggur útboð vegna vamarmála, vatnsveitna, almenningsflutninga og íjarskiptaþjónustu. Búist er við tillögum um þessa þætti frá fram- kvæmdastjóminni innan skamms, að sama skapi er von á tillögum um reglur hvað varðar útboð opinberra framkvæmda. Á sama fundi höfnuðu ráðhejr- amir tillögum sem miða að því að auðvelda dreifingu sjónvarpsefnis um Evrópu. Samkvæmt tillögunum átti nú þegar að taka frá 30% af öllum útsendingartíma sjónvarps- stöðva innan EB fyrir „heimatil- búið" efni og á þremur árum átti þetta hlutfall að fara upp í 60%. Jafnframt var gert ráð fyrir því að 5% alls dagskrárgerðarkostnaðar yrði ráðstafað til óháðra framleið- enda innan EB með það fyrir augum að það hlutfall yrði 10% árið 1991. Lagt var til að auglýsingar yrðu bannaðar í dagskrá sem væri skemmri en 45 mínútur og eins að auglýsingar mættu ekki fara fram úr tólf mínútum til að hafa skaðleg áhrif á böm. Framkvæmdastjóm- inni til skapraunar lýstu Bretar því yfír á fundinum að þeir hyggðust styðja þá viðleitni sem fram fer á vegum Evrópuráðsins til samræm- ingar á reglum um sjónvarpsútsend- ingar en að þeim munu standa 21 ríki. „ Allra veðrahjól “ Reiðhjól eins og það sem hér getur að líta og framleiðendumir kalla „allraveðrahjól", var kynnt á sérstökum útivistar- og ferðamarkaði, sem nú stendur yfír í Essen í Vestur-Þýskalandi. Hjól-„hýsið“ má nota á allar gerðir reiðhjóla. Það vegur átta kíló og kostar 1000 vest- ur-þýsk mörk (ríflega 23.000 ísl. kr.). E1 Salvador: Varað við hnútukasti stj ómmálamannanna San Salvador. Reuter. YFIRMAÐUR heraflans í E1 Salvador hefur varað leiðtoga stjórnmálaflokkanna við og beðið þá um að hætta að deila um kosn- ingaúrslitin. í kosningunum báru hægrimenn sigurorð af kristileg- um demókrötum og Jose Napo- leon Duarte forseta, sem naut stuðnings Bandaríkjanna. Adolfo Blandon, yfírmaður hers- Moskva: „Tsjemobyl sovéskr- ar menningarsögu“ 400.000 fágætar bækur eyðilögðust í bruna í Leníngrad Moskvu. Reuter. KUNNUR, sovéskur fræðimað- ur sagði á þriðjudag, að eldur- inn, sem upp kom í einu bóka- safna sovésku vísindaakade- míunnar í Leníngrad 15. febrú- ar sl., hefði eyðilagt hundruð þúsunda ómetanlegra bóka. Sagði hann, að kalla mætti elds- voðann „Tsjernobyl sovéskrar menningarsögu". Dmítríj Líkasjov, formaður sov- éska menningarsjóðsins, sagði í viðtali við tímáritið Moskvutíð- indi, að starfsmenn bókasafnsins hefðu vitandi vits farið á bak við yfírvöldin og kallað til menn með jarðýtur til að ýta burt rústunum, þar á meðal bókum, sem eldurinn og vatnið höfðu ekki alveg eyði- lagt. „Eldsvoðann, sem geisaði í 19 klukkustundir, má með sanni kalla Tsjemobyl sovéskrar menn- ingarsögu," sagði Líkasjov og upplýsti, að í brunanum hefðu eyðilagst 400.000 bækur, þar af 188.000 erlendar; safíi læknis- fræðilegra skrifa allt frá 17. öld hefði tortímst og fjórðungur dag- blaðasafnsins, sem þótti einstakt í sinni röð. Ekki urðu allar bækumar eldin- um að bráð. Líkasjov sagði, að allan tímann, sem eldurinn geis- aði, hefði vatni úr 25 slökkvibflum verið ausið yfír húsið og hefði það eyðilagt mjög fágætar rússneskar 4i/l, V ' Reuter Barist við brunann í bókasafninu í Leníngrad 15. febrúar sl. Eldurinn logaði alla nóttina og fram undir miðjan næsta dag. og austurlenskar bækur og allt uppsláttarritasafnið. Sagði hann, að forráðamenn safnsins hefðu lofað flokknum, borgaryfírvöldum og blöðunum, að safnið yrði opnað aftur á mettíma og því hefðu jarð- ýtur verið notaðar til að hreinsa rústimar. „Mig svíður að hugsa til þess, að einu sinni var Rússland gull- kísta fágætra, evrópskra bóka en nú verða séfróðir menn um rúss- neskar bækur að fara til Hels- inki,“ sagði Líkasjov og sakaði yfírvöld um að vanrækja önnur kunn bókasöfn í landinu. Skoraði hann ennfremur á Unesco, menn- ingarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, að hjálpa til við viðgerð- ir á bókum, sem skemmdust í brunanum í Leníngrad, og við endurbætur á öðrum söfnum. ins, sagði í fyrradag, að hnútukast- ið renndi aðeins stoðum undir þá fullyrðingu vinstrisinnaða skæru- , liða, að ekkert væri að marka kosn- ingamar. Heimildamenn innan hers- ins segja, að herforingjamir séu orðnir óþolinmóðir vegna tafa við talningu og ásakana um kosninga- svindl. Ekki er þó talin mikil hætta á, að þeir reyni að taka völdin í sínar hendur. Arena-bandalagið eða hægri- menn fengu eins og fyrr segir meira fylgi en kristilegir demókratar en vegna tafa við talninguna, sem meðal annars stöfuðu af skemmdar- verkum vinstrimanna á raforkukerf- inu, höfðu hinir síðamefndu uppi ásakanir um kosningasvik. Alfredo Cristiani, formaður Arena, segir aftur, að flokkur sinn hafí unnið 36 sæti af 60 á þingi en sakar kristi- lega demókrata um að reyna að breyta úrslitunum og koma í veg fyrir, að Arena fái hreinan meiri- hluta. E1 Salvador hefur fengið rúmlega 45 milljónir dollara frá Bandaríkjun- um í mánuði hveijum og Banda- ríkjastjóm dregur enga dul á, að henni geðjast betur að kristilegum demókrötum en Arena-bandalagi hægrimanna. Heiðursforseti þess er Roberto D’Aubuisson en hann er talinn bera meginábyrgð á dauða- sveitunum, sem myrt hafa þúsundir manna. Um 10.000 bændur, námsmenn, verkamenn og fólk, sem flosnað hefur upp vegna styijaldarinnar í landinu, gengu í gær um götur San Salvador og minntust þess, að átta ár eru liðin síðan Oscar Amulfo Romero erkibiskup var drepinn fyrir altari í kirkju sinni í borginni. Du- arte hefur sakað D’Aubuisson um að hafa skipað fyrir um morð Rome- Danmörk: Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. LÖGREGLAN á Borgundarhólmi og danska ríkislögreglan rann- saka nú mál, sem varðar ólöglegar laxveiðar í Norður-Atlantshafi, að sögn Danska ríkisútvarpsins. Þrír sjómenn á Borgundarhólmi, tveir frá Hundested og einn frá Es- bjerg liggja undir grun um að hafa veitt lax á ákveðnu svæði á Norður- Atlantshafí, þar sem bannað var að stunda þessar veiðar árið 1985 í kjöl- far alþjóðlegrar ráðstefnu,_ sem hald- in var í Kaupmannahöfn. Átti bannið að stuðla að varðveislu og viðgangi laxastofnsins. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar hefur mestum hluta hins ólög- lega afla verið landað í höfnum utan Danmerkur. Nýtt færeyskt flugfélag: Fljúga daglega á milli Fær- eyja og Kaupmannahafnar Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, DANSKA flugfélagið Danair fær brátt samkeppni á áætlunarleið- inni milli Kaupmannahafnar og Færeyja. Hinn 28. mars næst- komandi hefur færeyska flugfé- lagið Atlantic Airways, sem stofnað var nýlega, daglegar ferðir á þessari áætlunarleið. Danair er með vélar frá Mærsk- flugfélaginu, af gerðinni Boeing fréttaritara Morgunblaðsins. 737-200, í þessu flugi, sem er alla daga vikunnar og tvisvar á mánu- dögum. Færeyska félagið ætlar einnig að fljúga á hveijum degi og nota til þess vélar af gerðinni Brit- ish Aerospace BA-146, en þær taka 83 farþega. Yfír sumarmánuðina ætlar fær- eyska félagið að fjölga ferðunum í 14 á viku hverri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.