Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 53

Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 53 Hildur og Áslaug Gunnarsdætur og Anna Kristin Sigurðardóttir láta enga óperu framhjá sér fara og þannig hugsa flest börn sem eru vanin á óperur. Og hvað segja svo bömin? Það er óneitanlega alltaf eitthvað sérstakt við sýningar, þar sem meirihluti áhorfenda er böm og líka böm á sviðinu. í salnum liggur eftir- væntingin í loftinu og áhorfendum- ir ungu geta ekki orða bundist um það, sem fer fram á sviðinu, enda hvers vegna ætti að þegja um það? Öll viðbrögðin koma einhvem veg- inn krókalaust beint frá hjartanu. í hléinu hópast bömin fram, sum koma við í sælgætissölunni og tala saman háum rómi. Önnur standa feimnisleg í pilsfaldinum hennar mömmu og hafa sig lítt í frammi. Strákdrióli nokkur kvartar hástöf- um við foreldra sína að eiginlega hundleiðist sér. Pabbinn segir það lítið að marka, hann sé bara í svo vondu skapi. 6g mikið rétt. í sýn- ingarlok heyrist sá óánægði viður- kenna, að í raun hafi hann skemmt sér hið besta og lítur þakklátur til foreldra sinna fyrir að hafa boðið sér upp á þessa ágætu skemmtun. En hvað hafa önnur böm að segja um sýninguna? Kristinn Heiðar Freysteinsson, sex ára, segist hafa komið í leikhús áður, en finnst svo- lítið undarlegt að fólkið á sviðinu skuli að hluta syngja” í stað þess að tala. Kristinn fellst fúslega á að það sé gaman að fá að syngja með. Jóhann Haukur Sævarsson, tíu ára, sagðist aldrei hafa séð óperu áður, en vissi þó hvað það væri. Fannst bara gaman, ekki þó sann- færður að það væri svo gaman að syngja með. Líklega fannst honuni' nóg að gert í óperuferðum, tæki leikhús framyfír næst. Ópemna kannaðist hann við úr skólanum, þar sem þeim hafði verið sagt frá henni. Óperar — einmitt fyrir börn í anddyrinu stóðu þijár ungar dömur, áberandi veraldarvanar og eins og þær gerðu fátt annað en að stunda óperusýningar. Þetta voru þær Hildur og Áslaug Gunn- arsdætur, ellefu og sjö ára og Anna Kristín Sigurðardóttir, ellefu ára. Þær vom hinar ánægðustu með sýninguna, enda þekkja þær vel til í óperuheiminum. Sögðust hafa séð flestar ópemr, sem hefðu verið sett- ar upp hér undanfarin ár. Ætli þær séu ekki einmitt gott dæmi um að það er ekki erfítt að koma bömum upp á að meta það sem gott er, ef það er byijað nógu snemma, áður en fordómar ná að grafa um sig og áhuginn síðan ræktaður vel. Hún Þórdís Guðmundsdóttir, sex ára, sem stóð hjá systur sinni, henni Berglindi og Ásu Björgu Trausta- dóttur, sjö ára, var heldur ekki í vafa um að hún skemmti sér vel og fannst ekki síst gaman að fá að syngja með. Og það var á henni að heyra að hún gæti vel hugsað sér að fara aftur. Og þær tvær, sem stóðu hjá henni, tóku undir allt sem hún sagði. Leyfið börnunum að kóma til óperunnar Eftir að hafa litast um gættir og ganga þama á sýningunni, fylgst með viðbrögðum krakkanna og séð ánægjusvipinn á þeim, þá er engin spuming um að það er hin .mesta þjóðþrifastarfsemi að bjóða þeim upp á sýningu sem þessa. Þegar er hugleitt hve sjaldgæft það er að bömum sé boðið upp á eitthvert annað tónlistarefnið en útvarps- gargið, þá er sýning sem þessi ekki aðeins ánægjuleg tilbreyting, held- ur nauðsynlegt framtak, einmitt til að sýna krökkunum enn einn þátt í góðu tónlistarlífi, sumsé óperu- flutning. Vonandi að foreldrar bregði rösklega við og leyfí bömun- um að kynnast honum af eigin raun. Morgunblaðið/Ol.K.Mag. Einar Jóhannesson, Delana Thomsen og Gunnar Kvaran á æfingu. Á myndina vantar Guðnýju Guð- mundsdóttur sem einnig kemur fram á tónleikunum á miðvikudagskvöldið. hattan-tónlistarskólans, auk þess sem hún kennir við einkaskóla og veitir honum forstöðu. Hún hefur starfað og komið fram sem undir- leikari, meðal annars við Juillard- skólann og á Aspen-tónlistarhátíð- inni. Einn af kennurum hennar var Ruth Sleuczynska, sem flutti Chop- in-etýðumar nr. 10 og 12 eftir- minnilega hér á tónleikum hjá Tón- listarfélaginu fyrir nokkrum ámm. Leiðir Thomsens og Guðnýjar lágu saman á kammermúsíkhátíð í Vermont fyrir nokkmm ámm. Ræktarsemi við ungviðið — afsláttarmiðar Tónlistarlífíð hér um slóðir væri snöggtum fátæklegra ef Kammer- músíkklúbbsins nyti ekki við, því það er eini vettvangurinn þar sem hægt er að treysta á að heyra reglu- lega flutt tríó, kvartetta og kvint- etta. Og allir sem eitthvað vilja af tónlist vita, átta sig víst á að í þeim verkum er að fínna margar af mestu gersemum tónbókmenntanna. En þessi tegund tónlistar lætur oft ekki mikið yfír sér við fyrstu sýn, hún treður sér ekki upp á neinn þann, sem ekki kemur að henni með opnum hug. Eins og vitur maður sagði, þá þarf ekki aðeins að ala böm upp, heldur rækta þau líka. Kammer- músfkklúbburinn er einmitt kjörinn vettvangur til að rækta upp áhuga bama og unglinga á kammertón- list, andrúmsloftið á tónleikum hans einkar notalegt bömum. Auk þess býður klúbburinn miða fyrir böm og unglinga á aðeins 100 krónur, nemendum tónlistarskólanna sömu- leiðis. Þegar böm og foreldrar slá sér upp og og fara á tónleika sam- an þurrkast aldursmörkin út og eftir standa félagar, sem eiga sér sameiginlega ánægjuuppsprettu, innblásna tónlist... og hana heyr- um við til dæmis á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á miðviku- daginn kemur... Hræsniogsið- blinda á Alþingi eftir dr. Gunnlaug Þórðarson, hrl. Meðal þeirra alþingismanna, sem greiddu atkvæði gegn bjórfram- varpinu á Alþingi sl. miðvikudag, var Albert Guðmundsson 5. þm. Reykv. Rökstuðningur hans fyrir andstöðu sinni var þessi: „Hæstv. forseti. Hæstv. heilbrrh. gerði grein fyrir at- kvæði sínu hér fyrir nokkrum mínútum. Það kom fram í máli hans að hann taldi áfengt öl minna skaðlegt en aðra vímu- gjafa en viðurkenndi þar með skaðsemi eða hugsanlega skað- semi áfengs ols, en sagði þó já. Með sömu rökum og komu fram hjá hæstv. heilbrrh., þá segi ég nei.“ Þessi sami alþingismaður er sennilega mesti áfengisinnflytjandi í heimi miðað við fólksfjölda sem umboðsmaður vínsala, en þykist vera með einhveija umhyggju fyrir almenningi með þessari dæmalausu neikvæðu afstöðu sinni. Það leynist engum að hér er um blygðunarlausa hræsni og yfir- drepsskap að ræða, er staðfestir þá siðblindu sem alþingismaðurinn hefur áður orðið ber að og er slík að maðurinn hefði aldrei átt að taka sæti á Alþingi. Eða getur það verið að hagsmunir víninnflytjandans séu í voða verði bjórframvarpið sam- þykkt á þingi?. Það er alkunna að ofneysja áfengis er skaðleg, hins vegar getur áfengi, sé þess neytt í hófí, verið ágætt meðal við ýmsum sjúkdómum m.a. fyrirbyggjandi gagnvart hjartasjúkdómum. Bjór er eitt besta svefnmeðal sem um getur. Dr. Gunnlaugur Þórðarson Deila sú, sem geisað hefur að undanfömu, er heldur ekki um skaðsemi bjórs, heldur hitt hvort það að bjór verði.leyfður í landinu muni breyta drykkjuvenjum þjóðar- innar. Um það atriði geta læknar engu betur spáð en hver og annar og engu betur þótt þeir séu kennar- ar með prófessorstitli. Álit þeirra verður heldur ekki betra þótt þeir komi fleiri saman til þess að sefja hver annan sbr. orð Ólafs pá í Lax- dælu. Það grátbroslega við fjölda þeirra manna, sem era gegn bjór, er að þeir vilja vera bindindismenn fyrir aðra og telja sig geta haft vit fyrir öðram og ber vott um stærilæti og sjálfumgleði. Afstaða heilbrigðisráðherra, Guðmundar Bjamasonar, til máls- ins sýnir að sá alþingismaður er vanda sínum vaxinn og þorir að taka Jireina afstöðu og treystir manndómi íslendinga. Söfnunarfé Rauða kross íslands hefur m.a. verið varið til heilsu- gæslu í Súdan. „Flóttamaður ’86“: Söfnunarfé varið til að- stoðar flóttafólki í Súdan RAUÐI kross íslands ákvað að verja þvi fé, sem hann safnaði undir kjörorðinu „Flóttamaður ’86“, til að aðstoða flóttafólk í Súdan. Söfnunarfénu var varið samkvæmt áætlun Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna um umfangsmikla aðstoð við flóttafólkið. Samkvæmt áætluninni hefur ver- ið lögð áhersla á fyrirbyggjandi heilsugæslu og hefur hún t.d. kom- ið í veg fyrir smitsjúkdóma í flótta- mannabúðum í Austur-Súdan. Þá hefur 120 flóttamönnum verið veitt- ur styrkur til náms í verkmennta- skólanum í Port Sudan. Lokið hefur verið við um 80% af smíði skóla- bygginga þrátt fyrir vandkvæði við útvegun efnis. Einnig verður m.a. reynt að tryggja að 250 fjölskyldur, sem konur era í forsvari fyrir, geti aflað sér aukatekna með grænmetisræld- un. Einnig er áformað að tryggja að a.m.k. 1.725 fjölskyldur verði sjálfum sér nógar um fæðuöflun og hafí auk þess tekjur af kúabú- skap, alifugla- og grænmetisrækt. Kostnaður við áætlunina var 29 milljónir' íslenskra króna fyrstu 9 mánuði sl. árs, segir í fréttatilkynn- ingu frá Rauða krossi íslands. Snyrtistofa opn- uð á Sigluf irði Sijflufirði. Hér hefur verið opnuð snyrti- stofan Heba að Aðalgötu 9. Hana rekur Sigriður Vigfúsdóttir, föð- runar- snyrtisérfræðingur. í sama húnæði er líka hárgreiðslu- stofan Hlín. Hana rekur Jóhanna Ragnarsdóttir. Fréttaritari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.