Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 54

Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardag kl. 11 árdeg- is. Fermingarguðsþjónusta í Ár- bæjarkirkju pálmasunnudag kl. 10.30 og ki. 14. (Ath. Barnaguðs- þjónusta fellur niður kl. 11 vegna ferminga.) Organleikari Jón Mýr- dal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Útvarps- guðsþjónusta kl. 11. Svanhildur Sveinbjörnsdóttir og Vilborg Reyn- isdóttir syngja tvísöng. Organisti Daníel Jónasson. Á sama tíma verður síðasta barnasamkoma vetrarins í kjallara kirkjunnar, Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11 í Bústöðum. (Ath. breyttan stað). Elín Anna Antons- dóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 og 13.30. Organisti Jónas Þórir. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Ferm- ingarguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 10.30. Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhóla- stíg kl. 11. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. DÓMKIRKJAN: Laugardag: Barna- samkoma í kirkjunni kl. 10.30. Egill Hallgrímsson. Sunnudag: Kl. 11. Ferming, altarisganga. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 14. Ferming. Altarisganga fermingarbarna sr. Þóris Stephensen er á mánudag kl. 20. Sr. Þórir Stephensen. Þriðjudag 29. mars kl. 20.30. Helgistund á föstu. Sr. Hjalti Guð- mundsson. ELLIHEIMILIÐ. Grund:Guösþjón- usta kl. 10. Sr.'Árelíus Níelsson. FELLA- og Hólakirkja: Á Pálma- sunnudag kl. 16 vígir biskup ís- lands hr. Pótur Sigurgeirsson Fella- og HÓIakirkju. Að lokinni vígslu fer fram guðsþjónusta og altarisganga. Auk biskups annast altarisþjónustu vígslubiskup og sóknarprestar. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju syngur. Organisti og söngstjóri Guðný Margrét Magn- úsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Jón Sigurðsson, Lárus Sveinsson, Guðrún Birgisdóttir og Martiaj Nardeau. Einsöngvarar: Ragn- heiður Guðmundsdóttir, Viðar Gunnarsson og Helgi Maronsson. Fyrir vígslu er leikið á hljóðfæri, og Æskulýðsfélag Fella- og Hóla- kirkju annast söng. Barnasam- koma kl. 11. Umsjón Ragnheiður Sverrisdóttir. Æskulýðsfélags- fundur mánudagskvöld kl. 20.30. Sóknarnefndir og sóknarprestar. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Ferming- arguðsþjónusta og altarisganga kl. Pálmasunnudagur Guðspjall dagslns: Lúk. 19.: Innreið Krists í Jerúsalem 11. Organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Fermingar- messa kl. 10.30 og fermingar- messa kl. 14. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag: Samvera fermingarbarna kl. 10. Sunnudag: Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Orgeltónleikar kl. 17. Ann Toril Lindstad leikurog kynnirverk eftir Georg Böhm og Vincent Lubeck. Kvöldbænir með lestri passíusálma mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl. 18. LANDSPfTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Ferming kl. 10.30 og 14. Organisti Orthulf Prunner. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL í Kópavogi: Barnasamkoma kl. 11 í messu- heimilinu, Digranesskóla. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Magnús Guðjónsson biskupsritari messar. Sóknarfólk er hvatt til þátttöku. Kirkjukórinn syngur. Orgelleikari Friðrik V. Stefánsson. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Fermingar- guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur — sögur — myndir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Fermingarguðsþjónusta kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 13.30. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjóns- son. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardag: Guðsþjónusta í Hátúni 10b 9. hæð kl. 11. Pálmasunnu- dag: Guðsþjónusta kl. 11. Guð- laugur Gunnarsson kristniboði prédikar. Helgileikur unglinga. Barnastarf. Fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra sérstaklega hvött til að koma. Mánudag: Æskulýðs- starf kl. 18. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag: Æsku- lýðsfundur fyrir 11—12 ára kl. 13. Samverustund aldraðra kl. 15. Ing- ólfur Guðmundsson talar og sýnir litskyggnur. Friðbjörn G. Jónsson syngur einsöng og barnakór kemur í heimsókn. Pálmasunnudag: Fermingarmessa kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. 31. vígsludagur kirkjunnar. Kirkjukórinn flytur 5 gömul íslensk sálmalög í útsetn- ingu Jakobs Hallgrímssonar. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. . SELJAKIRKJA: Fermingarguðs- þjónusta kl. 10.30 og kl. 14. Sókn- arprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta laugardag kl. 11. (Ath. breyttan tíma). Skólakór Mýr- arhúsaskóla kemur í heimsókn og syngur nokkur lög. Eirný og Sol- veig Lára. Sunnudag: Ferming kl. 10.30 og 13.30. Sóknarprestur. KIRKJA óháða safnaðarins: Ferm- ingarguðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Heiðmar Jónsson. Þórsteinn Ragnarsson safnaðarprestur. DÓMKIRKJA Krists Konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum, þá kl. 14. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla- delffa: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Samhjálparsamkoma kl. 20. Skírnarathöfn. Fjölbreytt dagskrá. HVÍTASUNNUKIRKJAN Völvu- felli: Sunnudagaskóli kl. 11. Al- menn samkoma kl. 16.30 með þátttöku ungs fólks. Æskulýðskór- inn Ljósbrot syngur. KFUM & KFUK: Samkoma Amt- mannsstfg. Almenn samkoma kl. 20.30. Upphafsorð: Jóhannes Tómasson. Ræðumaður sr. Jónas Gfslason. Bænastund kl. 20. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð- issamkoma og sunnudagaskóli kl. 17. Þar stjórna og tala foringjarn- ir. Nk. mánudags- og þriðjudags- kvöld kl. 20 verða fræðslufundir um barna og unglingastarf í umsjá majors Gilberts Ellis og frú, æsku- lýðsleiðtoga frá Osló. NÝJA Postulakirkjan: Messa kl. 11. MOSFELLSPRESTAKALL: Barna- samkoma í Lágafellskirkju kl. 11 og messa þar kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson. GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma í Kirkjuhvoli kl. 11. Fermingarguðs- þjónustur í Garðakirkju kl. 10.30 og kl. 14. Altarisganga þriðjudag 29. mars kl. 20.30. Sr. Bragi Frið- riksson. KAPELLA St. Jósefssystra f Garðabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐIST AÐ AKIRKJ A: Fermingar- guðsþjónustur kl. 10 og 14. Kór Víðistaðakirkju syngur. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Sig- urður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Ferm- ingarmessur kl. 10.30 og kl. 14. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN f Hafnarfirði: Barna- og fjölskyldusamkoma kl. 11. guðsþjónusta kl. 14. Fermd verður Eg* er þjónn mannkyns, tónlist mín er tileinkuð því - segir Sri Chinmoy hugleiðslumeistari HÓGVÆR Indveiji, 56 ára, stendur hálfhuíinn af tjöldum Háskólabíós. Kannski er hann að virða fyrir sér salinn, fullan af forvitnum áhorfendum, sem vita fæstir við hverju er að búast. Líldega er hugur hans þó viðs fjarri. Hann heitir Sri Chinmoy, New York búi og andlegur meist- ari 1300 manna viðs vegar um heim. Hann er hér staddur á tón- leikaferðalagi en tónlistin sem hann flytur hlýtur að teljast nokkuð frábrugðin því sem áður hefur borið á borð okkar íslend- inga. Hann leikur á hátt á annan tug hljóðfæra, flautur, strengi, hljómborð, og ásláttarhljóðfæri. Greinilegt er að tónlist hans fell- ur ekki öllum í geð en Iangstærst- ur hlutinn situr kyrr í sætum sínum og hlýðir á. Að tónleikun- um loknum er áhorfendum boðið að sjá Chinmoy hugleiða og þigg- ur fjöldi þeirra boðið Er síðustu áhorfendumir hafa yfirgefið Chinmöy er blaðamanni boðið að setjast fyrir framan hann og spyija. Allan tímann situr hann grafkyrr og augun eru hálflukt meðan hann svarar spurningunum. „Tónlist mín er tileinkuð öllu mann- kyni. Við töíum ekki hvers annars mál en ég kann vel að meta þegar þú leikur tónlist þína og vona að þér líki mín einnig. Þessi velþóknun gerir okkur eitt. Tónlistin er al- þjóðlegt tungumál sem höfðar til allra. Ég þjóna mannkyninu best með því að leika tpnlist mína. Tónlistin er ein leið til hugleiðslu. A rokktónleikum t.d. skapast mikill hávaði en í kvöld kom fjöldi fólks á tónleikana og sat þögult í sætun- nm. í þögn reyndu þessir áhorfend- ur að læra að þekkja sjálfa sig. Er tónlist þín spunnin af fingrum fram eða getur hver sem er leikið hana? „Ég hef aðeins spunnið tón- verk á hljómborð og píanó, hin lög- in geta geta aðrir leikið ef þeir vilja læra þau.“ Hvers vegna leikur þú á svona. mörg hljóðfæri? „Málarinn er ekki ánægður með að máia aðeins eitt verk, því fleiri verk sem hann mál- ar og því'fleiri liti sem hann notar, Sri Chinmoy því fleirum líka verk hans. Ég leik á yfir 100 hljóðfæri í þeitri von að fleirum líki tónlist mfn, því ég er þjónn mannkyns." Chinmoy hefur hitt fjölmarga þjóðarleiðtoga, þar á meðal forseta Islands, auk forsætisráðherra og biskups. Þá hefur hann einnig hitt páfa að máli. „Jörðin er eins og heimili. Ég var að hitta fjölskyldu- meðlimi mína sem eru dreifðir um alla jarðkringluna. Við erum öll ein stór fjölskylda. Hvert land er eins og herbergi í stóru húsi og því er ég hér, til að syngja íslandi lofgjörð af öllu hjarta mínu. Hvert og eitt herbergi í þessu húsi er sérstakt eins og til dæmis land ykkar. Þið eruð friðelskandi þjóð og hafið ver- ið um margra alda skeið. Þið berj- ist ekki við aðrar þjóðir og óttist þær ekki heldur. Hin mikla gest- risni ykkar fyllir mig eíningartil- fínningu og kærleik. En hvað með Indland? „Sannleik- ur og friður hefur ríkt í hinu innra Indlandi um aldaraðir en hið ytra er það hijáð af vandamálum og þar ríkir öngþveiti." Þú ert kallaður andlegur meist- ari hvað felst í því? „Nemendur mínir telja mig kennara en ég líka bróðir þeirra, eldri og aðeins reynd- ari bróðir. Ég hef hugleitt og þjálf- að mig ösfítið lengur en þeir, tak- mark mitt er að hjálpa þeim að nálgast hinn sanna leiðtoga, Guð. Ég er leiðbeinandi þeirra, ekki neinn guð.“ Eru samtök þín trúarsamtök? „Nei, þau eru lífsmáti, leið til betra lífs. Ég ber djúpa virðingu fyrir trúarbrögðum, sjálfur er ég fæddur hindúi. Trúarbrögð eru greinar á sama meiði, sá meiður en sannleik- urinn. Kristur, Búdda og Krishna voru kennarar, upplýstar sálir og andlegir leiðtogar." Setur þú nemendum þínum ein- hver skilyrði? „Ég banna þeim ekki neitt, þeir fínna sjálfir hjá sér hvöt til að láta af óhollum og heimsku- legum hlutum, eins og t.d. reyking- um, drykkju og neyslu annarra vímuefna. Geti þeir það ekki , eru þeir ekki enn reiðubúnir til að iðka andleg fræði. Vilji ég sjá ljós, fer ég úr myrkrinu, það sama gildir um óhollustu. Það er heimskulegt að neyta þeirra efna sem eyðilegga heilsuna. íþróttir eru einnig leið að friði. Við erum alltaf á hlaupum að ein- hveiju marki og sé ekkert enda- mark, hreyfum við okkur ekki. Sé líkami minn ekki í góðu ásigkomu- lagi, get ég ekki einbeitt mér og hugleitt. Góð heilsa er því nauðsyn- leg í hugleiðslu. Takmarkið er ekki að verða bestur í einhverri íþrótt, heldur að hver geri það sem honum er mögulegt. Þegar ég lyfti tonni með annarri hendi, var það ekki til að sýna hvað ég get, heldur hvað Guði er mögulegt. Ég er verkfæri Guðs og gæti aldrei gert þetta án náðar hans.“ U.G.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.