Morgunblaðið - 26.03.1988, Side 55

Morgunblaðið - 26.03.1988, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 55 Það var fámennt og góðmennt á fundinum. Morgunblaðið/Am6r Borgarafundur í Garðinum: Tekjuafgangur til framkvæmda á þessu ári 3—4 milljónir kr. Hefur lækkað um helming 1 krónutölu á tveimur árum Garði. Kolbrún Björnsdóttir, Austurgötu 16. Orgel og kórstjóri Örn Falkner. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10. Rúmhelga daga lág- messa kl 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Barna- samkoma í Stóru-Vogaskóla kl. 11 í dag, laugardag. Stjórnandi Hall- dóra Ásgeirsdóttir, sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fermingar- messur kl. 10.30 og kl. 14. Organ- isti Siguróli Geirsson. Sóknar- prestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Síðasta samvera barnanna á þessu starfsári. Eftir fermingar veröa messur kl. 11 á sunnudögum. Eru börnin hvött til að sækja messur með foreldrum sínum yfir sumartímann. Messa kl. 14. Unglingamót þessa helgi er hópför barna og unglinga á kristilegt mót í Borgarfirði á vegum Ungs fólks með hlutverk. Nk. þriöjudagskvöld kl. 20.30. Bæna- námskeið. Fjóröi og síðasti hluti Sr. Örn Bárður Jónsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudaga- skólinn verður kl. 14 í umsjá Málfríðar Jóhannsdóttur. Um þessa helgi fara fermingarbörn í ferðalag með sóknarprestinum sr. Hirti Magna Jóhannssyni. HVALNESKIRKJA: Sunnudagskól- inn verður í grunnskólanum í Sand- gerði kl. 11 í umsjá Málfríðar Jó- hannsdóttur. Um þessa helgi fara fermingarbörnin í ferðalag með sóknarpresti. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaðarheimil- inu í dag, laugardag kl. 11. Páska- fundur. Stjórnandi Axel Gústafs- son. Barnasamkoma í kirkjunni sunnudag kl. 11. Messa kl. 14 Organisti Jón Þ. Björnsson í Borg- arnesi. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Sr. Björn Jónsson. Hið íslenska náttúrufræðifélag: Um upp- runa og þróun gena GUÐMUNDUR Eggertsson erfðafræðingur segir frá nýj- um kenningum um uppruna og þróun gena mánudagskvöldið 28. mars. Rannsóknir á jarðlögum benda til þess að lífverur líkar bakteríum að útliti hafí lifað á jörðinni fyrir um 3.500 milljónum ára. Gen hljóta að eiga sér enn lengri sögu. Þess er ekki að vænta að jarðlög geymi nein merki um erfðaefni fomra lífvera, en rannsóknir sam- eindalíffræðinga á nútímafrumum hafa hins vegar gefíð ýmsar vísbendingar um eðli fyrstu gen- anna. í fyrirlestrinum fjallar Guð- mundur um tilgátur um eðli fyrstu genanna og um þróun gena eftir að DNA festist í sessi sem erfða- efni, sérstaklega um þann mun sem orðið hefur á genum dreif- kjömunga og heilkjömunga. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, verður í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans, og hefst kl. 20.30. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN ÞAÐ getur oft verið svekkjandi að starfa í hreþpsnefnd, kosinn í eldheitum kosningum á fjögurra ára fresti, og sitja svo uppi með það að boða til borgarafundar um fjárhagsáætlun og fá innan við 1% fbúanna á fundinn. Þetta gerð- ist sl. þriðjudag er telja mátti fundargesti á fingrum beggja handa sem hlýddu á Finnboga Björnsson oddvita Gerðahrepps fara yfir heildartölur í fjárhagsá- ætlun fyrir árið 1988. Reyndar verður fréttaritarinn að viðurkenna það hér að hann var í hópi 99% sem ekki sátu fundinn og brást þar með skyldu sinni. Hins vegar geta hreppsnefndarmenn í báðum flokkum ígrundað það hver ástæðan fyrir þessari dræmu aðsókn er. Tekjuhlið áætlunarinnar er að stærstum hluta byggð á útvarpstekj- um upp á 38,5 milljónir, aðstöðu- gjaldi 6,5 milljónir, fasteignaskatti upp á 4,8 milljónir og framlagi jöfn- unarsjóðs upp á 4,8 milljónir. Gjaldahlið fjárhagsáætlunarinnar líkist einna helzt svörtu skýrslu físki- fræðinganna hér um árið. Þá er átt við hinar háu fjárhæðir sem eru fastir gjaldaliðir hreppsins. Þar má nefna sýslusamlag upp á tæpar 6 milljónir, leikskólinn þarf 3,2 millj- ónir. Slökkvilið og sjúkraflutningar 2 milljónir, grunnskóli, framhalds- skóli og tónlistarskóli ásamt ferða- kostnaði nemenda upp á tæpar 8,5 milljónir og þegar upp er staðið er 3—4 milljónir í framkvæmdir hjá hreppnum en á kosningaárinu var þessi upphæð 6—7 milljónir. Þessar tölur sýna eflaust í hnot- skum þau vandræði sem minni sveit- arfélögin í landinu eiga við að glíma og hreint með ólíkindum að hið háa Alþingi skuli stinga slíku stórmáli undir stól. Af skiljanlegum ástæðum urðu litlar umræður á fundinum sem stóð aðeins í rúman klukkutíma. Fundar- stjóri var Ellert Eiríksson sveitar- stjóri og alþingismaður. Arnór Við minnum á tískusýninguna fyrir framan Rammagerðina í KRIIMGLUNIMI í dag kl. 14.00. wmmmssm ■ Arblik hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.