Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 73

Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 73 Minning: Þórarinn Þórarins son skólastjóri Mér brá illa, þegar Ingveldur Vilborg systurdóttir mín hringdi til mín sunnudaginn 20. mars og til- kynnti mér lát bróður síns, Þórarins Þórarinssonar, sem hafði orðið bráðkvaddur 17. mars sl. Hann var sonur Guðnýjar Þórar- insdóttur frá Kílakóti og Þórarins Jóhannessonar frá Krossdal, þar sem þau hjón höfðu áður búið um langt skeið. Krossdalur stepdur í miðri sveit og er hið snotrasta býli. Á sínum tíma var byggt í Krossdalslandi, skóli og félagsheimili Keldhverf- inga, sem er stór og vegleg bygg- ing. Þá sýndu hjónin í Krossdal þá rausn að gefa nokkra hektara lands til byggingarinnar, úr landi sínu. Þótt aldursmunur sé nokkur á okkur Þórami frænda mínum eða 27 ár, urðum við fljótt samrýndir og góðir vinir þegar honum óx vit og þroski. Sú vinátta hélt svo lengi sem hann lifði, enda stutt á milli heimila okkar og samvinna og önn- ur samskipti margvísleg. Veiðimaður var hann á unga'aldri og sérlega fengsæll og heppinn veiðimaður. En nú varð breyting á. Hann hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1952, og guðfræðiprófi lauk hann frá Háskóla íslands árið 1960. Næstu ár var hann þjónandi prestur í Suður-Þingeyjarsýslu og stundaði jafnframt kennslu á ýmsum stöð- um. Hann var tvígiftur og var fyrri kona hans Guðrún, dóttir Þórðar Eyjólfssonar hæstaréttardómara, mæt kona og merk og kennari að mennt. Þau skildu en eignuðust þrjú böm sem öll eru vel menntuð og sómafólk. Seinni kona hans er Rósa Jónsdóttir frá Mýri í Bárðar- dal, góð kona og mikil húsmóðir. Böm þeirra urðu tvö, sem stunda nú bæði nám við Menntaskólann á Akureyri. Þórarinn hætti prestskap og var þá skipaður kennari og skólastjóri við bama- og unglingaskólann í Skúlagarði. Var það ekki vonum fyrr og hafði hugur hans löngum staðið til kennslustarfa. Kennsla og skólastjóm fórst hon- um vel úr hendi og varð hann fljótt vinsæll af nemendum sínum og skólastjóm og umsjón öll í besta lagi og snurðulaus. Hann hafði óbeit á ströngum fyrirmælum og valdboðum en laðaði nemendur sína til starfa og náms með lagni og skynsamlegum for- tölum. Þess vegna undu nemendur sér vel í skóla hans, vom ánægðir og glaðir og lögðu sig fram við námið og allt gekk eins og sjálfkrafa og fyrirhafnarlaust. Hinu má svo ekki gleyma, að eiginkona hans, Rósa Jónsdóttir, hefur staðið við hlið hans og stutt hann í starfi svo sem best má verða. Allir þeir, sem ná háum aldri, fá að reyna sannleiksgildi þessara vísuorða Bólu Hjálmars: „Mínir vin- ir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld.“ Já, feigðin þessa heimtar köld. En það er huggun harmi gegn, að í tímanna rás munum við frænd- ur og vinir Þórarins frá Skúlagarði fá að hitta hann á einhveijum helg- um stað, á feginsstundu fira. Þar verður fagnaðarfundur og við mun- um öll gleðjast og þakka liðnar samverustundir, sem við áttum margar á þeim liðnu árum. Og nú vil ég votta öllum ástvinum Þórarins frænda míns innilega sam- úð okkar hjón og bama okkar. Við biðjum Guð að blessa ykkur öll, en þó einkum eftirlifandi eiginkonu Þórarins, böm hans öll, aldna móð- ur hans Guðnýju Þórarinsdóttur, systkini hans og ekki síst níræða föðursystur hans, Þórhildi Jóhann- esdóttur. Björn Þórarinsson frá Kílakoti Þórarinn í Skúlagarði er látinn. Ragnhildur dóttir mín hringdi í mig og sagði mér þessi ótíðindi, að sá góði drengur hefði crðið bráðkvadd- ur á heimleið um Tjömes. Hann hafði kennt sér meins fyrir hjarta fyrir áramótin. Og svo féíl dómurinn svo snöggt og svo skyndilega. Ég rek ekki æviferil Þórarins Þórarinssonar, það er af öðrum gert. Þessi fáu orð eru vinarkveðja. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnSt Þórami og verið þiggjandi í okkar skiptum. Hann var þeirrar gerðar, að um leið og manni verður hugsað til hans stendur hann ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum, rauð- birkinn og stórskorinn, augun djúp og röddin. Samræðurnar fóru víða. Sérstaklega eru mér minnisstæðar kvöldstundir þegar við ræddum trú- mál og vandamál hversdagsins. Þá leyndi sér ekki, að þar talaði lífsreyndur maður, mikill mann- þekkjari og mannvinur. Eða við bmgðum á glens og kunni hann þá af ýmsu að segja, ekki síst af sveitungum sínum lífs og liðnum. Þórarinn var mikill Keldhverfing- ur og Norður-Þingeyingur og þegar ég hugsa til hans nú á ég erfitt með að ímynda mér að við hefðum kynnst einhvers staðar annars stað- ar en einmitt þar. Svo vænt þótti honum um landið, hveija þúfu, og fólkið sem býr þar . . . Hann þekkti Litluána eins vel og lófana á sér, vissi hvar helst væri silungs von. Og hann sparaði sig ekki við veið- amar og var sífellt að gæta þess að félagi hans yrði ekki afskiptur. En inn á milli skaut hann fróðleiks- molum eða skemmtilegheitum. Og síðan áttum við góðar stundir á heimili þeirra Rósu, hlýju og vina- legu. Þórarinn var kennari af lífi og sál. Það hefur oft komið upp í huga minn hversu dýrmætt það er fá- mennu byggðarlagi að með skóla- stjórn fari hámenntaður maður, fjölfróður og drenglyndur, sem snýr aftur til heimahaganna og vinnur þar vel með sínu fólki. Þeirri festu fylgir ótrúlega mikið öryggi fyrir bömin, en það sjáum við alltof víða að ör kennaraskipti valda losi í skólastarfínu með þeim afleiðingum sem slíku fylgir. Þórarinn var mikill fjölskyldu- maður og undi sér best með sínum og var það gagnkvæmt. Þungur harmur er nú kveðinn að Rósu og bömunum, aldraðri móður og ástvinum öllum. Þórarinn fór of snemma. En það er huggun harmi gegn að þar fór góður dreng- ur sem hann var og söknuðurinn er sárastur hjá þeím sem þekktu hann best. Megi hann í friði hvíla, þess biðjum við hjón og fjölskylda okkar, megi guð blessa minningu hans og þá, sem nú eiga sárast um að binda. Halldór Blöndal t Eiginmaður minn, ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON, prófessor, lést í Landspítalanum að morgni fimmtudagsins 24. mars. Fyrir hönd móður hins látna, sona minna og tengdadætra. • Þórdís Aðalbjörg Þorvarðardóttir. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Kleppsvegi 68, fer fram mánudaginn 28. mars kl. 13.30 í Fossvogskirkju. Bára Guðmundsdóttir, Alda Guðmundsdóttir, Jón Ægir Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Sigurður Leifsson, Svanhlldur Erlingsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Kveðjuathöfn um móður okkar og fósturmóður, MARGRÉTI GUÐMUNDSDÓTTUR frá Á í Skarðshreppi, Dalasýslu, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. mars kl. 15.00. Jarðsett verður að Skarði á Skarðsströnd þriöjudaginn 29: mars kl. 1 5.00. Bílferð veröur frá BSÍ þriðjudagsmorgun kl. 8.00. Jón Bjarnason, Ástvaldur Bjarnason, Trausti Bjarnason, Svanhildur Valdimarsdóttir og fjölskyldur. t Þökkum innilega auösýnda samúð, hjálp og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRARINS HAFBERG, Réttarholtsvegi 77, Reykjavfk. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Ó. Hafberg, Ingibjörg Þ. Hafberg, Leifur Núpdal Karlsson, Ólafur Þ. Hafberg, Þóra Júlfusdóttir, Engilbert Þ. Hafberg, Auður S. Einarsdóttir, Sigurður Þ. Hafberg, Auður Magnúsdóttir og barnabörn. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Kópavogur - spilakvöld Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi verður í Sjálfstæðishús- inu, Hamraborg 1, 3. hæð, þriöjudaginn 29. mars kl. 21.00 stundvis- lega. Mætum öll. Stjórnin. Selfoss Fiskeldi á Suðurlandi Kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins boöar til opinnar ráöstefnu um fisk- eldismöguleika á Suðurlandi. Fundur- inn veröur í Hótel Selfossi þriðjudags- kvöldiö 29. mars nk. kl. 20.30. Framsögumenn: I Árni Mathiesen, dýralæknir, Þorvaldur Garðarsson, framkvæmdastjóri, Jón Hjartars- son, skólastjóri Kirkjubæjarklaustri, Gisli Hendriksson, Hallkelshólum og Aðalbjörn Kjartansson, Hvolsvelli. Að loknum framsöguræðum verða almennar umræöur. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins i Suðurlandskjördæmi. 50 ára afmæli Málfundafélagsins Óðins Málfundafólagið Óðinn verður 50 ára þriöjudaginn 29. mars nk. Óðinn mun halda afmælishátiö í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á 1. hæð. Við bjóðum Óðinsfélögum og sjálfstæðisfólki i kaffi og kökuhlaðborð um kvöldið kl. 20.00 í tilefni dagsins. Stjórnin. Flúðir: Sóknarmöguleikar í landbúnaði - fullvinnsla i héraði - . styrkari staða til sveita Kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins i Suðurlandskjör- dæmi boðar til al- menns fundar um möguleika i land- búnaði, fullvinnslu og eflingu byggðar í sveitum. Fundurinn veröur í Félags- heimilinu á Flúðum mánudagskvöldið 28. mars nk. kl. 21.00. Framsögumenn: Kolbeinn Ingi Kristinsson, framkvæmdastjóri. Birgir Guðmundsson, mjólkurbússtjóri. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Sigmar B. Hauksson. Jónas Þór Jónasson, kjötiönaöarmaður. Eggert Haukdal, alþingismaður. Að loknum framsöguræöum verða almennar umræður. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðuriandi. Ahugafólk um skattamál Boöað er til fundar í skattanefnd Sjálf- stæðisflokksins þriðjudaginn 29. marskl. 17.15 íVal- höll. Þeir, sem hafa skráð hafa sig til málefnastarfs í skattanefnd, eru sérstaklega boðaðir svo og annað áhugafólk. Um- ræðuefni fundarins verður: Skattbreytingarnar 1987 og skattamálin 1988. Málshefjendur verða formaöur skattanefndar Sigurður B. Stef- ánsson, hagfræðingur, og fulltrúi þingflokks i nefndinni Geir H. Ha- arde, alþingismaöur. Stjórn skattanefndar. Frá húsnæðismálanefnd Sjálfstæðisflokksins Hver verður framtíðar- skipan húsnæðismála? Fundur verður hald- inn mánudaginn 28. mars nk. kl. 17.00 i Valhöll. Rætt verður um endurskoðun hús- næðislaganna, kaupleigufrumvarp- ið o.fl. Allt áhugafólk vel- komið. Geir H. Haarde, alþingismaður. Maria E. Ingvadóttir, formaður nefndarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.