Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 77

Morgunblaðið - 26.03.1988, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 77 SKEMMTANIR Allt í gamni hjá Ríó í Broadway . Morgunblaðið/Þorkell Olafur, Ágúst og Helgi, ásamt Gunnari, i Allt í ganrni með Ríó í Broadway. Undirtektimar sem söng- skemmtunin Allt i gamni með Ríó fékk i Broadway síðast- liðið laugardagskvöld sýna að eitthvað hlýtur að vera til i aug- lýsingu veitingahússins, að hún sé hressasta söngskemmtun bæj- arins. Stemmningin jókst þegar á skemmtunina leið og undir lok- in vom margir gestir veitinga- staðarins famir að syngja með og dansa uppi á stólum og borð- um. Söngskemmtunin Allt í gamni með Ríó.hefur verið í veitingastaðn- um Brodaway frá því rétt fyrir síðustu mánaðarmót. Með þeim Ríó-félögum, Ágústi Atlasyni, Helga Péturssyni og Ólafi Þórðar- sjmi, leikur „þriggja landa stór- hljómsveit Broadway" undir stjóm Gunnars Þórðarsonar og einnig syngja með „Ríumar" Ema Þórar- insdóttir, Eva Albertsdóttir og Guð- rún Gunnarsdóttir. Dagskráin stendur yfír í hálfan annan klukku- tíma. Miðinn á skemmtunina ásamt ágætum mat kostar 3.200 krónur. Hvert sæti var skipað í Broadway á laugardagskvölið þegar ég mætti á staðinn til að skrifa umsögn um skemmtunina. Ég var víst nokkuð seinn að panta, en fékk þó sæti við síðasta borðið. Var það innst inni í homi til hliðar við sviðið og sást því lítið framan í höfðingjana í hvítu jakkafötunum í upphafi sýningar- innar, það er á meðan þeir voru enn í venjulegri tríóuppstillingu á svið- inu. Sjónvarpsskjár sem átti að hjálpa gestunum í þessum hluta salarins að fylgjast með kom einnig að litlum notum, fyrir mig að minnsta kosti. Ríó tríóið var í upphafi skemmt- unarinnar kynnt á þann hátt að það hafí aldrei verið hressara, aldrei verið betra og væri allra tíma á íslandi. Þrátt fyrir þessa kynningu fór Ríóið hægt í sakimar í fyrstu en jók smám saman kraftinn. Byij- að var að klappa fyrir alvöm þegar þeir fóru að syngja lög eins og Sprengisand, Fyrr var oft í koti kátt og Ég berst á fáki fráum. Á milli spretta gáfu þeir sér tíma til að kynna hljómsveitarmeðlimi, rifja upp atburði úr sögu tríósins, tala við fólkið og segja skemmtisögur. Sumt af þessu fór þó fyrir ofan garð og neðan vegna skvaldurs í salnum. Það er greinilega vinsælt hjá samstarfsfólki á vinnustöðum að fara saman í stómm hópum sem litlum á Allt í gamni með Ríó. Umrætt Iaugardagskvöld vom til dæmis staddir í Broadway hópar af ólíkum gerðum og stærðum: Starfsfólk úr Iðnaðarbankanum og áhöfnin á Víkingi AK, starfsfólk Borgarbflasölunnar og Ljósvakans, starfsfólk Svörtu pönnunnar og Sijómunarfélags íslands, starfsfólk Vélaverkstæðis J. Hinrikssonar og Sparisjóðs Kópavogs, starfsfólk Gámaþjónustunnar og sýsluskrif- stofunnar í Vík í Mýrdal. Var mikið §ör hjá þessum hópum, að minnsta kosti Iðnaðarbankahópnum sem sat næst mér. Ríó tríóið söng nokkur gömul lög, sögðust þurfa að fara í gegn um „ritúalið“ sitt og síðan kom Kópavogskafli þar sem sunginn var Kópavogsbragur og sagðir brandar- ar fyrir Kópavogsbúa sem sagðir vora fjölmennir í salnum. Síðan komu ýmis lög, svo sem Kvenna- skólapían og Hver gerði Gerði...? Og Iðnaðarbankinn var farinn að sitja uppi á stólbökunum og klappa. Einn besti kafli söngskemmtun- arinnar var næstur. Þá mjmduðu tríóin tvö, Ríó og Ríur, sextett og sungu nokkra negrasálma. Sagði Helgi P. að þetta væri gamall draumur sem þeir væm að láta rætast f þessari söngskemmtun. Þeir væra að syngja þetta fyrir sig sjálfa og góðir gestir yrðu að láta það yfir sig ganga. Óþarfi var hjá honum að afsaka negrasálmasöng- inn fyrirfram, því þau sungu þetta vel og fengu mjög góðar undirtekt- ir hjá salnum. Þá komu lög eins og Ég vil elska, ekki rífast og öli Jó og andrúmsloft- ið orðið eins og á góðu þorrablóti uppi í Borgarfirði, svo tekin sé við- miðun sem höfundur þekkir sæmi- lega. Og lætin jukust enn í síðasta kafla skemmtunarinnar. Þá tók Ólafur framkvæðið, sem Helgi hafði haft allan tímann, þreif hljóðnem- ann og óð með hann eins og vitlaus maður um allt sviðið svo tríóið leyst- ist upp í frameindir sínar. Fór Óli á kostum og fékk fólkið með. Nú komu lög eins og Bimbó, bimbó og Allir era að gera’ða gott og skemmtunin náði hámarki. Iðnaðar- bankinn og margir úr hinum hópun- um vora komnir upp á borð eða stóla og dönsuðu eða dilluðu sér og stemmningin orðin eins og á villtustu sveitaböllunum í Miðgarði fyrir 15—20 áram. Þegar skemmtuninni lauk var öskrað Ríó, Rfó þangað til fólkið fékk aukalagið sitt, Fröken Reykjavík. Allt í gamni er ágætis skemmtun að mínu mati og enginn ætti að þurfa að láta sér leiðast á henni. Með góðri samvisku er hægt að mæla með henni við fólk sem á annað borð er að fara út að skemmta sér, að minnsta kosti sem áfanga á laugardagskvöldi. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN ÁS-TENGI \ Allar gerðir Tengið aldrei stál - í - stál StactœMgiuB' <JKarass®(rii S <S® VESTURGÖTU 16 SIMAR 14680 P1480 «. yy Kökubasar - Kökubasar Kökusala SPOEX verður haldin á morgun, sunnudaginn 27. mars, í Blómavali viö Sigtún og hefstkl. 13.30. Gerið góð kaup á góðum og glæsilegum kökum. Stjórnin. LAUGARAS FRUMSÝNING Á STÓRMYND RICHARDS ATTENBOROUGH } HRÓPÁFRELSll “WONDERFUL!” "Thrilling. One oltheyear's most inspirlng, wonderfui films. 001)1 miss itr - Jeffrey Lyons, SNEAK PREVIEWS/INN ► ► k Myndin er byggð á reynslu Donalds Wood, ritstjóra, sem slapp naumlega frá S-Afríku undan ótrúleg- um ofsóknum stjómvalda. Umsagnir: „Myndin hjilpar heiminum að skilja um hvað baráttan snýst." Coretta King, ekkja Martins Luther King. „Hróp á freisi er einstök mynd, spennandi, þróttmikil og heldur manni hugföngnum." S.K. Newsweek. Frumsýning laugardaginn 26.3 kl. 21. Donald Woods verður vlðstaddur. Forsala miða á frumsýningu frá kl. 16 daglega í Laugarásbiói. Miðaverð kr. 300,- Ágóði affrumsýningu rennurtii AMNESTY INTERNATIONALá isiandi. • Almennarsýningarhefjastsunnudaginn27.3íA-salkl.5og9ogíB-salkl. 7. Miðaverð kr. 300,-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.