Skírnir - 01.01.1881, Síða 28
28
ENGLAND.
Einum manni segist svo frá, a!5 vikadrengur kans, írskur aÖ ætt,
var barinn þegar hann sótti brjef eSa bar þau á brjefhirðinga-
staSinn, og þorbi því ekki annaS en fara úr vistinni. Allt jjetta
fór svo í vöxt er vetra tók, og í mánuSunum október og des-
ember bárust nýjar sögur af moröum og morStilræSum *| og fleiru
illu, og þóttist stjórnin nú ekki mega lengur „sitjandi hlut í
eiga.„ Hún tók þaS fyrst til úrræSis aS stefna helztu forsprökkum
landeignafjelagsins fyrir dóm, á meSal Jjeirra Parnell og þeim
þingmönnum, sem fyr eru nefndir. þingmennirnir beiddust frests
á stefnunni þangaS til þingiS hefSi byrjaS aptur, en því var
neitaS. þeir komu fyrir dóm í Dýflinni, og stóS lengi á þeim
rannsóknum, en málið fjell niSur (25. janúar) er kviSnefndin gat
ekki orSiS um nein uppkvæSi ásátt. Um þaS er stefnan kom
(í öndverSum desember) tóku þeir Parnell til fundabalda, og töluðu
nú til fólksins örugglegar enn fyr, og var þaS optast fram tekiS,
aS stjórnin hlyti aS linast í málunum og verSa þreytt á aS stýra
írlandi á gamia vísu, þar sem þaS hefSi kostaS 80—90 millíónir
p. sterl. á stjórnarárum þeirra Beaconsfields. Viggum mundi þá
líka þykja aS keiptu komizt, ef gamaniS ætti ab kosta 70—80
millíóna á næstu 4 eSa 5 árum. HöfuSráSiS væri, aS fólkiS
hjeldi vel saman, og leiguliSarnir synjuSu alls afgjalds, nema ný
landsleigulög yrSu búin til, og þá þau sem vilnuSu írska fólkinu
í til mestu muna. þetta var í desember og fór svo fram allan
mánuSinn, en stjórnin gat lítiS aS hafzt til öflugri mótreisnar fyr
enn þingib tók aptur til starfa sinna (6. janúar þ. á.). Hún
*) það yrði oflangt mál að segja hjer af einstökum viðburðum. Aður
hafði verið mest talað um morð á tveimur mönnum, lávarði Mount-
morres að nafni, og syni eins stóreignamanns, sem heitir Tómas
Boyd. Hann var á ferð frá bæ, er Chilcomb heitir, heim til sín,
ásamt tveim sonum sínum og frænda þeirra. Allt í einu hlaupa að
þeim þrír raenn með grímum upp úr gryfju við veginn og hleypa á þá
úr bissum sínum. Annar sonanna fjekk banaskot, en sumir hinna
særðust, en komust þó heim við svo húið. — 1878 voru 8 morð
framin á Irlandi, skotið á 24 menn, 67 skot send inn um gluggat
216 brennur eða brennutilraunir, og afar víða unnið á fjenaði stór-
eignamanna.