Skírnir - 01.01.1881, Síða 35
ENGLAJSD,
35
kolanámunura, aS þar kviknar svo opt í brennuloptinu, og verSur
þaS margra manna bani. AriS sem leiS kviknaSi í kolanámu
nálægt Sunderlandi (í september) og fórust þar meira enn 200
manna.
Vera má aS sumum lesenda vorra sje þaS ókunnugt, aS Beacons-
field jarl er í tölu hinna orSlagSari skálda á Englandi, og að
upphaf frægSar hans voru skáldsögur, sem hann tók aS semja
þegar á æskuárum. Honum mun hafa líka fundizt sjálfum, aS slíkt
væri "lag sem ljeti sjern, er hann jafnvel á efra aldri, hefir gefiS
sig við þeim ritstörfum, þrátt fyrir allt það annríki, stjornarmál
og þingmál skapa slíkum mönnum. Hann hefir nú sex um sjötugt,
en í nóvember kom á prent ný skáldsaga eptir hann sem nefnist
Endymíon, þar sem sagan gerist af honum sjálfuin og mörgum
skötungum Englendinga og fleiri þjóða (t. d. Georg Oanning,
Robert Peel, Wellington, Palmerston, John Bright, Richard Cobden,
Bismarck, Napóleoni þriðja, auk fl.). Öllum eru önnur nöfn fengin,
en mannlýsingarnar og orðin gera mönnum auðvelt aS sjá, hvaða
maBur hver er. Bókin er ekki ýkja löng — en þó urSu rit-
launin 180,000 króna.
Mannalát. 14. ágúst andaðist Stratford de Redeliffe (viscovnt)
92 ára að aldri. Ættarnafn hans var Canning, og hann var
irændi hins þjóðfræga srjórnskörungs George Cannings. Hann
var ekki tvítugur, þegar han'n fjekk embætti i stjórn utanríkis-
málanna. Hann hefir tvisvar verið eriudreki Breta í MiklagarSi,
ávallt vinveittur Grikkjum, en hinn harðdrægasti gegn Rússum. 1852
sjekk hann greifanafnbótiua, og komst í «jafningja (peera)o tölu,
en gaf upp erindareksturinn í MiklagarSi 1858. SíSan gekk hann
til sætis síns í lávarða eBa «jafningja»-stofunni og tók þar optast
þátt í umræBum uin útlend málefni. — 4. dag febrúarmánaðar
þ. á. dó ritköfundurinn Thomas Carlyle (í Chelsea, undirborg eSa
útkjálka Lundúna), fæddur á Skotlaudi 4. desember 1795.
Eptir hann er fjöidi rita í mörgum greinum, prentuB í 36 bindum.
Af þeim nefnum vjer söguritin um stjórnarbyltinguna mikiu á
Frakklandi, um Cromwell («Letiers and Speeches of Oliver Crom-
well» 1845) og um FriBrik mikla. Carlyle gerir hann aS mesta
:i*