Skírnir - 01.01.1881, Side 37
ENGLAND.
37
semja tvívegis. Han ljeSi Stuart Mill handritiS (fyrsta), en hann
aptur kunningja sínum, og hjá honum tók vinnukonan þaS og
kveikti eld viS þaS í stofuofninum. Hann varS því aS taka til
þessa mikla starfa á nýja leik. Vjer nefnum enn rit hans
,,Early kings oj Norwayu þar sem bann segir af Haraldi hár-
fagra, Ólafi Tryggvasyni og Ólafi helga, og heldur veg þeirra
á lopti fyrir kjark og öfluga stjórnsemi. Carlyle heldur alstaSar
einvaldsstjórn eSa alræðisstjórn iram í gegn þingstjórn eSa lý&-
veldi.
Um þaS er vjer lukum viS þáttinn hjer aS framan, voru
þau tiSindi komin frá Englandi, aS sú löggæzla var byrjuS á
írlandi, sem á er minnzt, og þingdeildirnar höfSu samþykkt.
þess var líka getiS, aS sumir af forustumönnum landeignar-
fjelagsins voru komnir í varShald, en einn þeirra eSa tveir vorn
i þingmannatölu. Frá SuSurafríku voru sögur komnar af nýjum
óförum Englendinga. Vjer hættum þar, er her Englendinga í
Natal beiS eptir meira liSi, og aS þaS var á ferS norSur til
Newcastle. Enn fremur var fariS aS leita um samkomulag til
vopnahljes. En þaS virSist, sem Colley hershöiSingi hafi veriS
orSinn óþolinmóSur og leiSur á biSinni, og þaS því heldur, sem
honum mun hafa þótt kostaboS Búa miSur aSgengileg. Hann
tók þaS af aS ráSast til í þriSja sinn og rjetta hlut sæmdar
sinnar, þó Búar virSist hafa rjett aS mæla, er þeir segja, aS hann
hafi haft samningatilrannina til táls viS sig. 27. febrúar hjelt hann
norSur til stöSva þeirra bjá Laings Nek, skarSi eSa felli (?), og
hafSi ekki meir enn eitthvaS um 700 manns meS sjer, en ætlaSi
aS koma þeim á óvart. þaS tókst aS nokkru leyti og menn
lians höfSu komizt um nóttina (milli laugardags og sunnudags)
svo á svig viS herbúSir hinna, aS þeir stóSu í dögun á allháu
felli, er Majúba er kallaS, fyrir ofan þá til annarar handar og
ljetu þegar skeytunum rigna niSur á þá er Ijóst várS. AS sögn
Englendinga höfSu Búar hjer fyrir meir cnn 2000 manna. þeir