Skírnir - 01.01.1881, Síða 105
RÚSSLAND.
105
árunum, meSferSin á landsbúum á eptir og öll stjórnaraðferÖin
— allt þetta veröur ávallt taliö í sögu tjóöanna meö dæmum
þess, hvert siöleysi og mannúöarleysi ríkti enn á Rússlandi á
stjórnarárum Alexanders annars. Keisarinn haföi aö vísu boöaö
umbætur á dómaskipun (20. nóvember 1869), og skyldi sjerílagi
gætt til, aö engum yröi hegnt utan dóms og laga, en þetta varö
þó til engrar tryggingar fyrir almennri mannhelgi á Rússlandi,
sem síÖustu árin báru nægastan vott um. I byrjun marzmánaöar
t>. á., um sama leyti og þess var bátíölega minnzt viÖ hiröina,
aö keisarinn heföi setiö aÖ völdum í 26 ár, áttu eöalmenn í
Pjetursborgarfylki fund meö sjer, tóku saman bænarávarp til
keisarans og beiddust, aö keisarinn skyldi endurtaka boöan sína
um mannbelgi og láta allar hegningar fara aö dómum og lögum,
nema honnm þætti sjálfum nauösyn til að gera undantekning
eptir atvikum og ásigkomulagi. J>eir minntust á það lagaeysi,
sem alþýöa manna lieföi hlotið undir aö búa á seinustu árum,
og hve hart margir hefði niður komið fyrir sakleysi eöa litlar
sakir, t, d. eitt gálaust orö, eða því um líkt. þar var á fund-
inum einn eðalmaöur Shakejev að nafni, sem mælti harðast á
móti tiltektum löggæzluvaldsins og þess skyndidómum. Hann
sagði að gjörræöi og mannveiöar umboðs og löggæzluvaldsins
heföu fariö svo fram úr öllu hófi, aö þeir menn hefðu ekki látið
sjer nægja, aö fara aö mönnum á náttarþeli og draga þá í varö-
höld og reka þá dómlaust í útlegð eöa að hafa hendur á ungum
mönnum, sem eitthvert ógætnisorð hafði stokkið af vörum, eöa þeim
sem voru í ætt eöa kunningskap við sakaða menn, þó þeir hefðu
sjálfir ekkert til saka — en embættismennirnir hefðu líka tekið
þá menn fasta og gert seka, sem dómarnir hefðu
dæmt sýkna. Engi þeirra, sem viö voru staddir, tóku til and-
mælis, en orð greifans sanna það, sem sagt er í uppbafsgrein
þessa þáttar, og þau votta hitt lika, að alræöi Loris Melikoffs
hefir ekki getað hept allar lögleysurnar og harðræðið af hálfu
umboðs- og löggæzlustjórnarinnar. Frá keisaranum voru engi
svör komin, þegar þeir atburðir uröu, sem áður er frá sagt,
enda bjuggust menn viö, að ávarpinu mundi enginn gaumur verða
gefinn. — Vjer gátum þess í fyrra, að keisarinn missti drottningu