Skírnir - 01.01.1881, Blaðsíða 119
TYRKJAVELDI.
119
stjórnar- og laga-bætur í Armeníu og öbrum löndum J>ar eystra,
og Englendingar hafa reynt ab hafa tilsjón meS þeim, dómsvald
þeirra og umboSsstjórn, en þó er þar allt enn í saina reiSuleysi
sem áSur var. þetta barst í umræSur í neSri rnálstofu Breta í
fyrra sumar, og þá sagði Cbarles Dilke, annar rábherra eba ab-
stobarmabur Granvilles fyrir utanríkismálum, þab hreint og beinti
að Tyrkir hefbu ekkert efnt af því, er þeir hefbu skuldbundið,
sig til í Armeníu eSa Litlu Asíu, þar gengi allt á trjefótum, og
þar fyndist engin trygging fyrir eignum eba rnannhelgi. Einn
af þingmönnum Englendinga, Gregory ab nafni, sem ferbabist f
fyrra um Tyrkland, sagbi ab það væri einber hugarburSur, er
menn ætlubu ab Tyrkir mundu nokkurntíma óneyddir gera neinar
þær umbætur á landsjórn sinni, sem stórveldin hefbu krafizt.
Abdúl Hamid væri sjálfur þrár og ógegn, og honnm líkaði við
þá ráðherra sína bezt, sem fyndu flestar flækjur og refjaráð.
þaS er enn fremur um liann sagt, aS hann sje fullur af trúar-
kergju, og hann sje sjálfur í einu leyndarfjelagi MúhameSstrúar-
manna, sem Sasim heitir, en tilgangur þess sje, aS koina sem
mestri tilbeining og samtökum á meS öllum þjóSum er þá trú
játa, og höfSingjum þeirra. En þaS er auSvitaS, að þessi sam-
tök miða ekki sízt til þess, að hnekkja þar völdum kristinna
þjóða, er þær eiga yfir þeim aS bjóða. Vjer gátum þess í Eng-
landsþætti, aS samsæri komst upp á Indlandi, en þab uppgötv-
aðist síðar, aS Múhameðstrúarmenn voru rnest við það riSnir, og
hitt með, að Soldán í MiklagarSi var að rninnsta kosti í vit-
orði með samsærismönnum. þaS er líka haft fyrir satt, að æs-
ingarbob frá MiklagarSi muni hafa átt þátt í óspektunum r Túnis,
en til þess er sú saga, að Frakkar eigi að hafa komizt yfir brjef
frá einum Arabahöfðingja til soldáns, þar sem hann sendi honurn
þau boðskeyti, aS sjer hefSi tekizt að vinna þeim mönnura bana,
sera Frakkar befSu sent í landakönnun, og foringjanum sjálfum
(Flatters að nafni); sbr. viðbætisgreinina vib þáttinn um Frakkland
En það var einmitt sami höl&inginn, sem þóttist hafa ráðizt
til liðs viS ferðasveitina á einum staS, og varið hana á móti
árásum Túarega, þó sí&ar hefði svo illa til tekizt. Sje soldán
þar um sanna Sök grunaður, er menn hafa sagt, aS hann