Skírnir - 01.01.1881, Page 144
144
SVÍÞJÓD.
Sverdrúpsliöura. Hinn er Kristján Elster, einn ( skáldatölu
NorBmanna. Hann er höfundur aS ymsum sraáritum, og tveimur
skáldsögum. Eptir hann komu ritgjörSir í tímaritiB „Ide og
Virkelighed" (hugsjónin og tilveran), sem þeir hjeldu út saman
um tíma í Kaupmannahöín Björnst. Björnson, Rasmus Nielsen og
Rudolph Schmidt.
Svíþjóð.
Efniságrip: Af ráðaneyti Svía. — þingsaga. — Af drottningu og kon-
ungi; krónprinsinn festir sjer konu. — Af fundum. — Henning Hamilton.
— Pólkstala. — Voði af eldi. — Mannalát.
Hje&an eru fá tíðindi a& segja. Arvid Posse (greifi), for-
usta "landmannaflokksins) stendur enn fyrir ráðaneytinu, en úr
því eru þeir gengnir Malmström, kirkjumálaráðh., og Forssell
fjármálaráðh. J>a8 var ekki fyrr en í ágúst, a& Hammarskjöld
(sem nefndur er í fyrra í Skírni) tók við kirkju og kennslumálum.
Til þess tíma var hann aukaráðgjafi og utan við enar sjerstöku
stjórnardeildir, eða það sem í lögum Svía er kallað „konsultatif
statsrád,11 en þeir eru jafnast þrír að tölu í stjórn Svía.
þeii' Malmström og Forssell hjeldu embættum, þegar Louis de
Geer sagði af sjer sljórnarforstöðunni. Posse greifi tók sjálfur
viS fjármálunum af Forssell, en hann sagði af sjer þegar konungur
samþykkti laganýmæli sem komu frá þinginu í fyrra, og lutu
að tollverndum. Nú hefir greifinn selt þeim manni fjárhágsmálin
í hendur, sem heitir Temptander og til þess tíma (í marz þ.
á.) hefir verið aukaráSgjafi. MótstöSumenn ráðaneytisins bregSa
því um einurBarleysi í ymsum málum, og víta þaS mest fyrir
þaS, er það kynokar sjer viS aS fylgja fram nýmælum til betri
landvarnarlaga, og slaka hjer meir til við bændur, enn gó&u gegnir.
Eins og vandi er til gengu Svíar á þing 15. janúar, en því
var slitið 29. apríl. Lögin tiltaka 4 mánuði til þingsetu. J>aS
sem einkum þótti fram koma á þessu þingi, var þa&, að «land-
manna»-flokkurinn var í ymsum málum stjórninni móthverfari enn