Skírnir - 01.01.1881, Side 146
146
SVÍÞJÓí).
Í fnndarlok þágn Jpeir heimbob af konungi. það nýstárlegasta
og fróðlegasta sem þeim bauöst á fundinum mun þó bafa veriS
safn þaS, sem Nordenskjöld kom heim meS úr ferÖ sinni f
fyrra vor, og nú var sýnt í fyrsta sinn. — Á skólafundinum
voru eitthvaÖ um 6000 manna, og barst þar mart í umræður^
sem nærri má geta, af því er skólakennslu og uppeldi unglinga
snertir, en allt varð heldur á víö og dreif, enda eru margir
þessháttar funda betur fallnir til kynningar og skemtunar enn
til ályktargerða eptir vandaöar rannsóknir og umræður. J>að
sem hægast var at> sjá, var sá kirkjublær, sem var á fundamót-
unum, og undir eins risu upp mestu óhljóÖ, þegar einn fundar-
manna dirfðist aö mæla fram með því aö taka trúarfræÖi (kate-
kismus) á burt frá alþýðuskólum.
Einn af mestu skörungum ens eðalborna stórmennis hjá Sví-
um hefir Henning Hamilton greifi ávallt verið talinn. Hann var
kannselleri háskólans í Uppsölum, bankastjóri, og hafði mörg
önnur umboð á höndum. Hann lá veikur í vor nokkurn tíma,
en þá var einhverjum skuldaheimtum að honum vikið, er hann
gat ekki snúizt svo við, sem hann’mun hafa verið vanur aö gera,
og það kómst þá upp, að efnahagur hans var í furðulegri óreiðu
og illum úrræðum háður (víxlbrjefa falsi og fl, þessh.). Orð var
hatt á skuldum allt að 700. þúsunda kr., en hjer brugðust
margir svo við (mebal annara konungur og drottning), að atlar
skuldirnar voru borgaðar innan skamms tíma, en embætti sín og
mestu orðusæmdir hlaut þessi aldraði virðingamaður að selja af
höndum. J>að er sagt, að honum hafi eyðst mest fje í peningatafli.
Yið árslok 1879 var fólkstalan í Svíþjóö 4,578,901 og
hafði það ár aukizt ura rúmar 47 þúsundir jinanna. Vöxturinn
mundi vera íneiri, ef svo margir færu ekki vestur um haf. 11
mánuðina síðustu af árinu næstliðna gengu 35,769 Svíar af skips-
fjöl í Newyork. — Við útgöngu ársins var íbúatala Stokkhólms
216,000 (1840: 84,000). í Gautaborg eru borgarbúar 75,000
að tölu.
25. ágúst brunnu 50—60 húsa — sumt af þeim verknaðar-
hús og smiðjur — í Straumstað. Sama dag kviknaði í gul'uskipi