Fjölnir - 02.01.1835, Side 37
133
þar voiu prentuð 2600 exemplör af þessari
bók, og taheízku fræðakveri; þaraðauki úrval úi
biblíunni og Lúkasar guðspjall.
Alltaf var fólkið að þyrpast kríngum dy;nar og
gluggana á prentsmiðjunni og kallaði hátt og sagði:
”Jni inikla England! vizkunnar land!” Frá ölluni
eýar-hornum og jafnvel eýum þar í grend, flvkkt-
ist fólk að, til að sjá athafnir trúarboðanna og út-
vega ser bækurnar. Við ströndina lá bátur við bát,
húsin voru full af gestum og víða láu flokkar undir
berum himni; í margar vikur, meðan verið var að
prenta, leít þar út eínsog sífeld kaupstefna.
So bækurnar endtust betur, þótti nauösynlegt að
binda þær í sterkt band, áður enn þeím væri skilað.
Ellis hafði lært bókband á Englandi, enn efuiö
vantaði, og varð því fyrst að útvega það.
Nú var búinn til góður spjahlapappír úr basti
(undirberki), lifrauð blöð úr gömluin dagbókuni
voru límd utaná, og á kjölin og horniu höfðu þeír
fáeína klippínga, sem þeír höfðu komið með frá
Norðurálfu. J>egar skinniri voru þrotin, fóru eýar-
menn á dýraveíðar að útvega fleíri, og komu glaðir
til baka með stór hundaskinn, stöku af gamalli geít,
eða urðarkatta-skinn ofan af fjöllum. jpegar búið
var að kenna þeím aðferðina, verkuðu þeír skinnin
heíina, og mátti þá sjá inargan bjór hengdan upp í li-
mar trjánna eðaþaninn ágrindísólskininu. Kennslu-
bókunum var útbítt fyrir ekki neítt, enn aptur
var so tilætlað, að borga skyldi stærri og merkari
bækur, bæði til að fá nokkuð fyrir prent og pappír,