Fjölnir - 02.01.1835, Síða 49

Fjölnir - 02.01.1835, Síða 49
145 Ævintír af Eggérti Glóa, eptir L. Tieck. (L a g t ú t ú r þ ý z k u). A eínum stað suðrí Harzi bjó riddari nokkur, sem skjaldan var kallaður annað enn Eggert Glói. Hann var heruinbil fertugur, valla meðalmaður, stutthærður og ljósliærður og lá hárið niðrá vánga hanns bæði bleíka og magra. Hann lifði ser í mestu kyrð og átti aldreí hlut í ófriði granna sinna, og sást skjahlan fyrir utan hríngmúra kastala síns. Kona hanns var ekki minna gefin fyrir eínveru, og unntust þau hugástum að því er mönnum virtist, nema hvað þau kvörtuðu optlega yíir að drottinn vildi ekki gefa þeírn börn. Skjaldan komu gestir í kastalann, og þó so bæri við, þá var næstum aungvu breítt þeírra vegna frá því sem venja var; hófsemin átti þar lieíma, og það var eínsog sparsemin reði þar öllu. Eggert var þá gíaður og kátur; enn þegar eínginn var kominn, fundu menn á honum nokkurskonar dulleík, þögn og þúnglyndi. Eínginn kom eíns opt í kastalann, og Filippus nokkur Valtari, sem Eggert hafði mikillega stundað að vingast við, af því liann fann þeír áttu so vel geð saman. Hann átti reýndar lieíma fyrir handan fjöllin, enn dvaldist opt lengur enn missiri í nánd við kastalann, safnaði grösum og steínum, og hafði ser til skemtunar að raða því niður; hann átti dáltið sjálfur og þurfti ekki annara við. j»eír Egg- 10

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.