Fjölnir - 02.01.1835, Side 50

Fjölnir - 02.01.1835, Side 50
146 ert voru opt eínir saman á þessu gaungulagi, og þróaðist ár frá ári vinátta (>eírra. ►So er varið á stundum, að maðurinn kaun ekki við, að dylja neítt fyrir vini sínum, {»<> hann hafi áður gert það vandlega; þá getur sálin ekki stillt sig um, að gefa sig alla í ljós, og opna sín innstu fylsni, so liann verði ])v( meíri vinur vor. I þessum kríngumstæðum blíðkast sálirnar og kynnast hvur við aðra, og stundum ber (»að líka við, að annar fælist fyrir hinns viðkynníngu. j»að var snemma hausts að þoka var á eínu kvöldi og Eggert sat við eldinn ásamt vini sínum og Bertu konu sinni. Loginn kastaði um stofuna björtu skini og lek geíslinn upp’ undir loptinu, nóttin horfði lieím á gluggana dymmum augum, og eíkurnar úti nötruðu af kuldavætu. Valtari kvart- aði um, hvað lángt hann ætti heím, og bauð Egg- ert lionum að vera hjá ser, og hjala við sig fram undir miðnætti, og sofa so af til morguns þar í kastalanum. Valtari þekktist það. Síðan var borið inn vín og náttverður, aukinn eldurinn, og varð samtal þeírra vina æ glaðara og ástúðlegra. J»egar borið var af borði, og skutulsveínar voru gengnir út, tók Eggert í hönd Valtara og sagði við hann: vinur minn, þú ættir snöggvast að láta konu mína segja þer frá æsku sinni, það er kynleg saga. — Já, sagði Valtari, og settustþau aptur um eldinn. J>að stóð á miðnætti þegar þettavar, og túngl- ið óð í skýum. Fyrirgefiö mer, sagði Berta þá, enn maðurinn minn segir, þer seuð so vænn, að það

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.