Fjölnir - 02.01.1835, Side 64

Fjölnir - 02.01.1835, Side 64
160 sæmiiega vært, nema hvað mig dreymdi kellínguna, cg þótti hún vera að ógna mer. Lítið varð til tíðinda á ferðinni, enn því lengur sem eg gekk, þess hræddari varð eg að hugsa um kellínguna og litla seppann ; eg þóttist vita að hann yrði að deýa úr húngri, fyrst ég hefði yíirgefið liann; í skógnum liélt eg opt að kellíngin mundi mæta mér allt í eínu. Sona fór ég leíðar minnar með gráti og stunum; hvurt sinn sem ég livíldi mig og setti búrið niður, saung fuglinn undarlegu vísuna, og þá stóð vakandi fyrir mér heímkynnið initt fagra sem veriðhafði. Eínsog mannieg náttúra er gleým- in þótti mér nú fyrri ferðin mín, þegar ég var barn, ekki hafa verið eíns hriggileg og þessi, og óskaði ég væri aptur komin í sörnu kríngumstæður. Eg var búin að selja nokkuð af gimsteínunum, og kom nú að þorpi nokkru eptir margra daga gaungu. Undireíns og ég gekk inn í þorpið brá mér undarlega við; ég varð hrædd og vissi ekki af hvurju; enn rétt á eptir ránkaði ég við mér, því það var sama þorpið sem ég var borin í. Hvað ég varð frá mér numin I livurnin tárin runnu niður eptir kinn- unurn á mér af ótal undarlegum endunninníngum! Mart var orðið umbreítt; þar voru komin upp ný hús, önnur sein höfðu verið bygð þegar ég var þar voru nú orðin fornfáleg; líka urðu fyrir mér bruna- tóttir; allt var miklu minna og þreýngra enn ég átti von á. Ovenju hlakkaði ég til, að sjá aptur foreldra mína eptir so mörg ár. Ég fann húskofann; þröskuldurinn og hríngurinn í hurðinni voru allt-

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.