Fjölnir - 02.01.1835, Page 74
170
í krínguui hann var eíns og töfra-veröld, og ekki
gat hann neítt hugsað ne munað.
Lotin kellíng með hækju stuinraði hóstandi
uppá hólinn og kallaði til hanns: kemurðu með
fuglinn minn? og gimsteínana ? og hundinn minn?
Sjáðu til! órettindin eru vön að hefna sín. Eíng-
inn nema eg var Valtari vinur þinn, Högni þinn —
Guð miskuni mer! sagði Eggert í hljóði við
sjálfan sig, — hvaða skelfilegri eínveru hef eg J)á
alið aldur minn í!
Og Berta var systir jn'n.
Eggert fell til jarðar.
Hvursvegna fór hún að svíkjast burtu frá mer ?
annars liefði allt farið vel. Rejnslutími hennar
var Jiegar á enda liðinn. Hún var dóttir riddara
nokkurs, sein kom henni í fóstur hjá sauða-hirði;
enn riddarinn var faðir {)inn.
Hvursvegna hefir mig æfinlega grunað þessi
ósköp ? sagði Eggert.
Afþví þú hejrðir hann föður þinn eínusinni
segja frá því, þegar þú varst barn; liann þorði
ekki vegna konu sinnar að láta hana alast upp
heíma, því liann hafði átt hana við öðrum kvenn-
inanni.
Eggert lá rænulaus í andar-slitrunum og hejrði
gegnuin svefninn og dauda-dáið kellínguna tala,
hundinn gelta, og fuglinn vera að stagast á Ijóðinu.