Fjölnir - 02.01.1835, Page 80

Fjölnir - 02.01.1835, Page 80
176 hörmúnguin, sem yfir þá mundu koma. þá hvarf Iiaia- stjarnan, — enn kom síðan aptur 1531, 1607 og 1682. Hallay athngaði hana þá, og gat til að allt væri sama stjarnan, sem gengi kríngum sólina og væri á ferðinni herumbil 76 ár. Hann spáði henni aptur 1758; enn aðrir tóku reíknínga hanns og endurbættu þá, og sögð- ust eíga von á henni í byrjun ársins 1750. þetta reýndist so; halastjarnan sást fyrst í kíkir á jóladaginn 1758 og kom í sólar-nánd (perihelium) 13da inarz 1759. Nú er aptur von á henni í haust, og hafa ímsir stjörnu-fræðíngar reíknað alla braut hennar nákvæmlega og sagt allan gáng hennar fyrirfram. — Snemma í ágúst á hún að verða í nauts - merkinu, nálægt sjö- stjörnunum. f>aðan færist hún norðurávið og sýnist fara harðast fyrst í október. J>ann 5ta, 6ta og 7da í þeún mánuði fer hún yfir vagninn, og jiann llta á hún að verða í krónunni re'tt hjá björtu - stjörnu (gemma coronæ); jþá er hún á lslandi að sjá í norðvestri seínt á kvöldin. Eptir iniöjan mánuðinn fer hún suður yfir Jínuna, stendur kyrr nokkru seínna og kemur í sólar- nánd 7da nóvember; hefir hún þá verið í burtu 76 ár og 239 daga. Ur þessu fer hún að þokast austurávið, enn verður þá so lágt á suður-Ioptinu, að hún er horfin á Islandi um jóla-leítið. Ekki er á að ætla, hvað hún verður skær í jietta sinn; þó er líklegt hún sjáist með bernm augum. 1607 og 1759 var hún dauf að sjá og bar lítið á henni, enn 1682 var hún Ijómandi fögur. Prófessor XJrsín gerir ekki ráð fyrir hún verði mjög fögur í þetta sinn eða geti jafnast við þá sem sást 1811; enda var sú stjarna voðaleg, og mun vera öllum í minni, sem muna til sín jiá.

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.