Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 48
48 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Vigfús Magnússon. Vegna þess, að því er slegið föstu, að rúnaristan á steininum frá Teigi sé ung, má telja, að hún þurfi ekki að vera eldri en frá síðara hluta 17. aldar. Á þeim tíma býr í Teigi og á þá jörð ætt, sem ein- mitt nöfnin Magnús og Vigfús einkenna, og er því ekki ósennilegt, að nefndur Vigfús sé af henni. Magnús Hjaltason, sonur Hjalta Magnússonar og Önnu Vigfúsdóttur hirðstjóra Erlendssonar, bjó í Teigi og átti þá jörð. Hann var kunnur maður, lögréttumaður lengi, fæddur um 1580-1540, en dáinn eftir 1609. Ekki átti hann þó son, sem Vigfús hét svo menn viti. Af kunnum mönnum, sem steinn þessi gæti hafa verið yfir, er varla annar, sem til greina kem- ur, en Vigfús b. á Kirkjulæk í Fljótshlíð Magnússon s. st. Eiríks- sonar s. st. Eyjólfssonar. Vigfús hefur sennilega verið fæddur ná- lægt 1610. Hann er sagður hafa búið á Höfðabrekku í Mýrdal 1660 (Ættab. Espholins p. 775), og víst mun hann hafa búið þar um tíma og líklega hefur kona hans látizt þar, en hún var Jórunn Guðmunds- dóttir á Mófellsstöðum í Skorradal Vigfússonar, hin alræmda „Höfða- brekku-Jóka“. Vigfús er einnig í ættatölum talinn hafa búið á Kirkju- læk í Fljótshlíð, og er ekki ósennilegt, að þar hafi hann látizt. Kirkjulæk mun hann hafa átt, a. m. k. að hluta, með því að jarða- bókarskjöl frá 1696 segja, að dótturdóttir hans eigi þá hluta í jörð- inni, 5 hundruð, að erfð eftir móður sína, Dómhildi Vigfúsdóttur, og tengdadóttir hans, Anna Guðmundsdóttir, og 2 börn hennar, 20 hundruð að erfð og gjöf 1673. 1 þeim skjölum er einnig frá því skýrt, að Ragnhildur og Guðrún Vigfúsdætur eigi sín 10 hundruðin hvor í Höfðabrekku í Mýrdal „að erfð eftir föður sinn Vigfús Magnús- son 1677“. Dánarár Vigfúsar er því 1677. Af því, sem hér á undan segir um eign Önnu Guðmundsdóttur og barna hennar í Kirkjulæk „að erfð og gjöf 1673“ tel ég mega ráða það, að maður Önnu, Guð- mundur Vigfússon, muni hafa búið á Kirkjulæk og dáið 1673. Börn hans tvö voru Ásmundur, sem 1703 býr í Miðey í Landeyjum, og Jórunn, sem þá er gift Jóni b. á Kirkjulæk Jónssyni. Vigfús Magnús- son kann að hafa verið í elli sinni hjá syni sínum og ekkju hans og hafa látizt þar þótt hann hafi ekki búið þar þá. Vigfús var af helztu ættum landsins kominn. Móðir hans var Kristín Árnadóttir pr. í Holti u. Eyjafjöllum Gíslasonar biskups Jónssonar, en móðurmóðir hans Hólmfríður Árnadóttir sýslum. á Hlíðarenda Gíslasonar. Kona hans var einnig af kunnum ættum, sonardóttir Vigfúsar sýslum. á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd Jónssonar og dótturdóttir Hannesar lrm. í Hvammi í Kjós Ólafs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
0256-8462
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
112
Assigiiaat ilaat:
501
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
953
Saqqummersinneqarpoq:
1880-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
2024
Skv. samningi við Hið íslenzka fornleifafélag er ekki hægt að sýna síðustu fimm árganga Árbókar hins íslenzka fornleifafélags í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Greinar um fornleifafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar: Megintexti (01.01.1971)
https://timarit.is/issue/140061

Link til denne side:

Link til denne artikel: Islands våben =
https://timarit.is/gegnir/991006604309706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Megintexti (01.01.1971)

Handlinger: