Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 48
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Vigfús Magnússon.
Vegna þess, að því er slegið föstu, að rúnaristan á steininum frá
Teigi sé ung, má telja, að hún þurfi ekki að vera eldri en frá síðara
hluta 17. aldar. Á þeim tíma býr í Teigi og á þá jörð ætt, sem ein-
mitt nöfnin Magnús og Vigfús einkenna, og er því ekki ósennilegt,
að nefndur Vigfús sé af henni. Magnús Hjaltason, sonur Hjalta
Magnússonar og Önnu Vigfúsdóttur hirðstjóra Erlendssonar, bjó
í Teigi og átti þá jörð. Hann var kunnur maður, lögréttumaður
lengi, fæddur um 1580-1540, en dáinn eftir 1609. Ekki átti hann
þó son, sem Vigfús hét svo menn viti. Af kunnum mönnum, sem
steinn þessi gæti hafa verið yfir, er varla annar, sem til greina kem-
ur, en Vigfús b. á Kirkjulæk í Fljótshlíð Magnússon s. st. Eiríks-
sonar s. st. Eyjólfssonar. Vigfús hefur sennilega verið fæddur ná-
lægt 1610. Hann er sagður hafa búið á Höfðabrekku í Mýrdal 1660
(Ættab. Espholins p. 775), og víst mun hann hafa búið þar um tíma
og líklega hefur kona hans látizt þar, en hún var Jórunn Guðmunds-
dóttir á Mófellsstöðum í Skorradal Vigfússonar, hin alræmda „Höfða-
brekku-Jóka“. Vigfús er einnig í ættatölum talinn hafa búið á Kirkju-
læk í Fljótshlíð, og er ekki ósennilegt, að þar hafi hann látizt.
Kirkjulæk mun hann hafa átt, a. m. k. að hluta, með því að jarða-
bókarskjöl frá 1696 segja, að dótturdóttir hans eigi þá hluta í jörð-
inni, 5 hundruð, að erfð eftir móður sína, Dómhildi Vigfúsdóttur,
og tengdadóttir hans, Anna Guðmundsdóttir, og 2 börn hennar, 20
hundruð að erfð og gjöf 1673. 1 þeim skjölum er einnig frá því skýrt,
að Ragnhildur og Guðrún Vigfúsdætur eigi sín 10 hundruðin hvor
í Höfðabrekku í Mýrdal „að erfð eftir föður sinn Vigfús Magnús-
son 1677“. Dánarár Vigfúsar er því 1677. Af því, sem hér á undan
segir um eign Önnu Guðmundsdóttur og barna hennar í Kirkjulæk
„að erfð og gjöf 1673“ tel ég mega ráða það, að maður Önnu, Guð-
mundur Vigfússon, muni hafa búið á Kirkjulæk og dáið 1673. Börn
hans tvö voru Ásmundur, sem 1703 býr í Miðey í Landeyjum, og
Jórunn, sem þá er gift Jóni b. á Kirkjulæk Jónssyni. Vigfús Magnús-
son kann að hafa verið í elli sinni hjá syni sínum og ekkju hans og
hafa látizt þar þótt hann hafi ekki búið þar þá.
Vigfús var af helztu ættum landsins kominn. Móðir hans var
Kristín Árnadóttir pr. í Holti u. Eyjafjöllum Gíslasonar biskups
Jónssonar, en móðurmóðir hans Hólmfríður Árnadóttir sýslum. á
Hlíðarenda Gíslasonar. Kona hans var einnig af kunnum ættum,
sonardóttir Vigfúsar sýslum. á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd
Jónssonar og dótturdóttir Hannesar lrm. í Hvammi í Kjós Ólafs-