Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Page 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Page 66
66 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Sigmundur Guðmundsson er meðal presta í dómi á Helgastöðum í Reykjadal 11. júní 1380. (D.I. III, 352). Prestur með sama nafni er meðal úttektarmanna á Grenjaðarstöðum 29. maí 1391 og er afhendingarskráin skrifuð á sama stað 27. febrúar 1393. Það þarf ekki að vera sami prestur, sem vottar á Hólum í Hjaltadal 12. júní 1430 um veitingu Grenjaðar- staða, en þó gæti það verið. Fleira er ekki kunnugt um Sigmund prest Guðmundsson á þessum tímum. Hann gæti vel hafa verið bróðir Hjalta, einkum væri það ekki ólíklegt, ef hinn síðastnefndi Sigmundur prestur er ekki hinn sami sem þeir eða sá, sem nefndur er fyrir 1400. 29. Rúnaletur á frægum stól frá Grund í Eyjafirði. Þjms. 10925. Bæksted bls. 158-166. Hústrú Þórunn á stólinn, en Benedikt Narfa .... Aldrei hefur verið talinn vafi leika á því, að hústrú Þórunn sé Þórunn Jónsdóttir á Grund, dóttir Jóns biskups Arasonar. Einnig er vafalaust talið, að Benedikt Narfason sé sá, sem gerði stólinn og það, sem vantar aftan á áletrunina, hafi skýrt frá því ( . . . son gerSi, eða eitthvað þvíumlíkt). Benedikt Narfason þekkja menn úr skjölum. Hinn 7. janúar 1495, á Skinnastöðum í Axar- firði, sem síra Einar Benediktsson, síðar ábóti á Munkaþverá hélt þá, seldi Narfi Benediktsson síra Einari til fullrar eignar hálfa jörð- ina Grindur á Höfðaströnd, 20 hundruð, gegn því að síra Einar lofaði „að sér að taka til lærdóms og uppfæðis Benedikt son títtnefnds Narfa og láta vígja hann til messudjákns etc.“ (D.I. VII, 235-236). Benedikt þessi ætti um þetta leyti að vera svo sem 15 ára og vera fæddur nálægt 1480. Skömmu síðar á sama ári, 1495, selur síra Einar Benediktsson síra Finnboga syni sínum alla jörðina Grindur á Höfða- strönd og hefur hann því átt hálfa jörðina fyrir. (D.I. VII, 253-254). Þetta vekur sterkan grun um það, að þeir kunni að hafa verið bræð- ur Narfi og síra Einar og hafi átt sinn helminginn hvor í Grindum í arf, og eykur það á gruninn að síra Einar tekur helming jarðarinn- ar Grindur af Narfa fyrir 20 hundruð, en öll jörðin var einungis 30 hundruð að fornu mati. Einar Benediktsson varð ábóti á Munkaþverá 1496 og er enn á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.