Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Page 70

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Page 70
70 ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS svarts Höskuldssonar, sem hefur verið einn stórbændanna í Eyja- firði á fyrra hluta 15. aldar, hafi verið Yigdís dóttir Árna dalskeggs í Stóradal í Eyjafirði Einarssonar, og er engin líklegri en hún til að vera sú, sem á legsteininum er nefnd. Hún er væntanlega fædd skömmu eftir 1400, en er látin nokkru fyrir 1450. Hún hefur átt með Þorsteini Vigfús lögréttumann, sem bjó í Tungu í Stíflu og skjöl nefna ýmist Þorsteinsson eða Svartsson, Björn þann, sem seldi Kristnes, Helga, sem látinn er 1461, og Guðnýju konu Guðmundar Sigurðssonar. Ekki kunna menn nú að rekja niðja barna Vigdísar nema frá Vigfúsi til sonarbarna hans, en frá börnum Þorsteins og Snjófríðar má rekja karllegg til vorra daga. Systkini Vigdísar voru Einar sýslumaður í Stóradal faðir Eyjólfs lögmanns, Ólöf kona Þor- steins í Holti í Fljótum Magnússonar, Þorlaug kona Jóns Ólason- ar bónda í Axarfirði og e. t. v. Hallótta sú, sem að framan getur, en hennar er ekki getið í skjölum sem nú þekkjast. 31. Rúnasteinn frá Flatey á Skjálfanda. Þjms. 8596. Bæksted bls. 173-174. Hér hvílir Þorbjörg(?) Þorva[ldsdóttir(?)] Mikill vafi leikur á því hvernig skuli lesa úr áletruninni, og er hið ofanskráða einungis getgáta. Vegna þess hve unga bæði Bæksted og Matthías Þórðarson álíta þessa áletrun, ekki eldri en frá 17. öld, leiða hinir losaralegu stafir hug manns að því, að árið 1703 býr í Neðrabæ í Flatey Bergþór skáld Oddsson, væntanlega bróðir ólafs Oddssonar, sem þá býr í Útibæ, og munu þessir menn eftir tengdum þeirra við annað fólk að dæma, hafa átt ætt sína skammt að rekja til sjálfseignarbænda. Bergþór átti son, sem Þórarinn hét, og er honum lýst fyrir strok í alþingisbók 1702. Þórarinn var kvæntur Kristínu dóttur Árna í Haga í Reykjadal Björnssonar á Laxamýri Magnússonar og má rekja ættir frá þeim. Þórarinn er ekki meðal búenda í Þingeyjarsýslu 1703, þegar manntalið er tekið, og hann er ekki sá Þórarinn Bergþórsson, sem þá er 27 ára í Múla í Aðaldal, en var síðar heimilismaður á Möðruvöllum í Hörgárdal og dó þar úr bólunni 1707. (Jarðabók A. M. og P. V. XI, bls. 55. Sjá einnig Ættir Þingeyinga I, bls. 20-21 og Alþb. IX, bls. 24). Ekkert vita menn hvort Þórarinn, sem strauk, hefur komið aftur eða lík hans hafi fundizt, en hins framanskráða er getið einungis vegna nafnanna Þórarinn og Bergþór, sem áletrunin minnir á.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.