Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 71
kúnasteinar og mannfræði
71
32. Rúnasteinn á Ljósavatni, nú horfinn. Bæksted, bls. 174-176.
Hér hvílir Hall[déra IÞor ( ?) ] gilsd [óttir].
Bæksted telur steininn vera frá 15. öld (bls. 57). Mér hefur ekki
tekizt að finna hver þessi kona er.
33. Rúnasteinn á Grenjaðarstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu, liggur
enn í kirkjugarðinum þar. Bæksted bls. 176-181.
Hér hvílir SigrííS Hrafns dóttir, kvinna Bjarnar bónda,
Sœmunds sonar, guíS friíSi hennar sál til góíSrar vonanar.
Hver er letriíS les, biíS fyrir blí'Sri sál, syngi signað vers.
Benda má á til gamans, að þetta grafletur er stuðlað. Jónas Hall-
grímsson og Finnur Jónsson hafa nokkuð um persónurnar fjallað
(Bæksted bls. 179). Hjá Jónasi gætir þess misskilnings að um tvo
Sæmundssyni geti verið að ræða, en í rauninni er aðeins einn
maður, sem til greina kemur, Björn Sæmundsson. Það sem Finnur
Jónsson segir, er hins vegar allt rétt. Sigríðar er ekki getið í forn-
skjölum, sem nú þekkjast, en hún hefur verið fyrri kona Bjarnar
eða miðkona hans, ef hann hefur verið þríkvæntur, svo sem nokkrar
líkur eru til.
Björn Sæmundsson.
I III. b. íslenzkra ættstuðla, sem bráðlega mun koma út, er í kafl-
anum um ætt síra Steinmóðs Þorsteinssonar gerð grein fyrir rökun-
um fyrir ættfærslunni á Birni og niðjum hans, og verður það ekki
endurtekið hér. Hins vegar verður einungis skýrt frá þeim atriðum
hér sem máli skipta og vísast til rökstuðnings fyrir þeim til fyrr-
nefnds rits.
Björn Sæmundsson er kunnur maður á 15. öld, bóndi á Einars-
stöðum í Reykjadal og e. t. v. fyrr á Svalbarði við Eyjafjörð og er
enginn annar maður með því nafni kunnur á þessum tímum á þeim
slóðum. Björn var skilgetinn sonur Sæmundar Þorsteinssonar, sem
nefndur er í skjölum frá síðustu árum 14. aldar, velmegandi manns,
bróður síra Steinmóðs Þorsteinssonar, officialis, sem mjög ber á
nyrðra á þeim tíma.
Björn mun hafa hlotið töluverðar eignir í arf eftir föður sinn,
m. a. Svalbarð og Einarsstaði, en fé hefur gengið af honum svo að
hann hefur verið næstum snauður er hann lézt.