Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 72
72 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Vegna þess hve Björn var auðugrar ættar hefur það verið talið líklegast, að Sigríður Hrafnsdóttir, kona hans, hafi verið dóttir Hrafns lögmanns Guðmundssonar, af því að það kemur svo vel heim við stað og tíma, en engin bein heimild er fyrir því. Síðari kona Björns var Snjófríður Björnsdóttir, sem fyrr hafði átt Þorstein svart Höskuldsson og verið síðari kona hans. Fyrri kona Þorsteins svarts var Vigdís Árnadóttir, sem ætla má, að áletrunin á Munka- þverársteininum eigi við. Björn átti óskilgetinn son, Sigurð, sem fyrr bjó á Svalbarði á Svalbarðsströnd, en síðar á Kálfanesi í Steingríms- firði. Sá Sigurður átti skilgetinn son, Björn, sem hann vildi telja erfingja föðurföður síns, sem virðist þó ekki hafa orðið, a. m. k. ekki einkaerfingi, og getur það ekki hafa verið af öðrum ástæðum en þeim, að skilgetin dóttir eða skilgetinn dóttursonur Björns Sæmunds- sonar af skilgetinni dóttur kominn hafi einnig verið til, með því að annars hefði Björn Sigurðsson orðið einkaerfingi afa síns. Björn Sæmundsson og Snjófríður áttu ekki börn saman, en Björn hlýtur að hafa átt skilgetna dóttur, sem annaðhvort sjálf hefur orðið erfingi föður síns eða skilgetinn sonur hennar, ef hún var dáin. Hvort var, er erfitt að skera úr um nú með vissu, en sú dóttir hefði átt að vera dóttir Sigríðar Hrafnsdóttur af því að menn þekkja ekki með vissu aðra fyrri konu Björns Sæmundssonar. Svo virðist sem dóttursonur Björns hafi verið Steinn Snorrason, sem átti hálft Svalbarð á sínum tíma og ætti hann þá að hafa verið dóttursonur Sigríðar Hrafns- dóttur. Steinn dó án þess að eiga arfbæra niðja, með því að bræð- ur hans, samfeðra en ekki sammæðra, erfðu hann, og kunna menn nú ekki að rekja frekara frá Sigríði Hrafnsdóttur. Rétt er að lokum að vekja athygli á ætta- og tengdaböndunum á milli margra þeirra, sem hér hafa verið nefndir. Vigfús Magnússon og Bjarni Eiríksson voru systkinasynir. Gils Jónsson var sonur Jóns Gilssonar í Kalmanstungu. Tómas Brandsson var móðurfaðir Tómas- ar Ólafssonar. Vigdís Árnadóttir og Sigríður Hrafnsdóttir voru tengdar. Báðar voru þær langömmusystur Tómasar Brandssonar, ef rétt er tilgetið um ætt hans. Þegar höggvið var á legsteina yfir það fólk, sem nefnt hefur verið, eru rúnirnar auðvitað fyrir löngu horfnar sem almennt tjáningar- tæki, og ef þær voru höggnar á legsteina í stað venjulegs þeirra tíma leturs mætti ætla, að það hafi verið af nokkurri fordild, en einnig af því, að rúnaletrið var miklu betur til þess fallið að vera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.