Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 84
84
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
er nú auðfarið í Veiðivötn og umferð mikil. Vissulega hefir þetta
mikil áhrif á svipmót landsins, en samt finnst mér enn eiga við
orð Þorvalds Thoroddsens um Veiðivötn,20 sem ég rita hér að lokum:
„Landslag hjá Veiðivötnum er víða einkennilega fagurt og allt öðru-
vísi en tíðast er annarsstaðar hér á landi uppi á heiðum. Þar sem
mikið er af vötnum, þar eru allajafnan lágar urðaröldur og mel-
hæðir milli vatnanna og landið yfir höfuð mishæðalítið. Hér eru
eintóm fell og öldur, hraundrangar og stórvaxnir eldgígir, árnar
í breiðum kvíslum og vötnin glampandi með dimmbláum blæ í kötl-
unum og háir gígbarmar í kring; hér er mikil tilbreyting í lands-
lagi og útsjón fögur víða af öldunum, bæði yfir vötnin í kring og
til jökla og óteljandi hnúka í norðri og suðri. Við hin einstöku vötn
er víða snoturt og blómlegt fremur vonum; jurta- og dýralífið er
hér meira en menn gætu búizt við svo hátt uppi í landi, álftir og
andir synda með ungahópa fram úr víkunum, urriðar vaka hér og
hvar, kjóar fljúga mjálmandi hátt yfir vötnunum, og undir kvöldið,
þegar kyrrðin færist yfir, kveða við sorgleg hljóð frá heimbrimunum
eða þá undarlegar lómaraddir."
ATHUGAGREINAR
1 í elztu heimildum er ætíð ritað Tuná. Sveinn Pálsson ritar fyrst Tuná, en
telur síðar réttara að rita Tungná. Á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar hefi
ég fyrst séð skrifað Tungnaá. Þorvaldur Thoroddsen ritar oftast Tungná
og svo gerðu flestir, unz Guðmundur Árnason og Pálmi Hannesson tóku aft-
ur að rita Tungnaá. í daglegu tali segja heimamenn ætíð Túná.
2 Ekki hef ég rekizt á orðið Veiðivötn í rituðu máli fyrr en hjá Þorvaldi Thor-
oddsen. Þess ber að geta að þegar ritað er á dönsku Fiskevande þýðir það
bæði Veiði- og Fiskivötn.
3 Alla uppdrætti, sem hér eru nefndir og eru frá 19. öld eða eldri, er að finna
í bók N. E. Norlunds, Islamds Kortlægning, Kbh. 1944.
4 Niels Nielsen, Contributions to the Physiography of Iceland, Kbh. 1933, Map
8 og 9. Úr D. Kgl. Danske Vidensk. Selsk. Skrifter, Naturvidensk. og Mathem.
Afd. 9. Række, IV. 5. Sjá einnig Árbók Ferðafélags íslands 1933, Rvk 1933.
5 Árni Magnússon, „Chorographica islandica", Safn til sögu íslands og ís-
lenzkra bókmennta, annar flokkur, Rvk 195B, bls. 26.
0 Bjarni Guðnason, útg., Sýslulýsingar 17'UU—17U9, Sögurit XXVIII, Rvk 1957
o. áfr. II, bls. 62.
7 Vice-Lavmand Eggert Olafsens og Land-Physici Bjarne Povelsens Reise
igiennem Island, Soroe 1772, bls. 870.
8 Jón Eyþórsson, útg., Ferðabók Sveins Pálssonar, Rvk 1945, bls. 649—659.
0 Pétur Stephensen, „Lýsing Ásaprestakalls“, Sóknarlýsingar Bókmennta-
félagsins, Lbs. IB, 18 fol. e.
10 Jón Torfason, „Lýsing Stóruvallasóknar", Sóknarlýsingar Bókmenntafélags-
ins, Lbs. ÍB 19 fol. a.