Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Page 92

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Page 92
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS munnmæli, að ekki mætti gefa fylfullum merum kúamoð. Þannig verður að telja líklegt, að íslenzku munnmælin séu ekki tengd norsk- um sögnum eða sænskri hjátrú, heldur hafi þau upptök sín í reynslu íslenzkra bænda. Fósturlát hjá merum mun hafa verið algengt á Islandi á 18. öld. Ólafur Stephánsson drap á það í grein sinni, „Um hesta“ (1788), og kenndi hann það óheilnæmum hesthúsum. Þó að þekking Ólafs á hestum væri ófullkomin, sýnist hann hér ekki hafa haft alveg á röngu að standa. Hann gat þess ekki, að margskonar slys geta orsakað, að meri kastar fyrir tímann, en eins og prófessor Vennerholm (1920) benti á, geta ýmsar sóttkveikjur valdið hinu sama, m. a. strepto- kokkar og paratyfus-sóttkveikjur. Myndi hvorar tveggja hafa verið algengar í óheilnæmum hesthúsum. Sjálfsagt eru bönn oftast einföld ímyndun eða afleiðing rökfræði- villunnar post hoc ergo propter hoc. En í þessu tilfelli, jafnvel þótt sanneðli þeirra væri ekki kunnugt, má vel hafa verið um að ræða at- burðarás, er tengdi árangurinn við ástæðuna. Dýralæknir, sem hefur verið við starf í mörg ár á íslandi, sagði mér frá því, að samkvæmt reynslu sinni gæti fjósmoð auðveldlega valdið kveisu í fylfullum merum, og yrði kveisan ströng, mundi hún vera einhlít til þess að orsaka fósturlát. Annars var lengi til í mörgum Evrópulöndum dularfullur sjúk- dómur. Sem landfarsótt gekk hann yfir Frakkland níu sinnum á 17. öld og sjö sinnum á 18. öld. Einkenni hans voru m. a. höfuðverkur, uppköst, niðurgangur, krampi, stækkun augasteina, óstyrkur hjart- sláttur ásamt sjónvillum. Stundum olli hann krampakenndum sam- drætti liðanna, stundum drepi. Norskur læknir Ingjald Reichborn- Kjennerud (1940 og 1942) benti á fleiri lýsingar á þessum kvilla í gömlum íslenzkum heimildum, t. d. í Maríu sögu (655., 661., 678. bls.) og í Heimskringlu: „hon var svá armsköpuð, at hon var kropnuð öll saman, svá at báðir fætr lágu bjúgir við þjóin uppi“ (Christiania 1868, 657. bls.). Hann segir ennfremur, að P. A. Munch áliti Magnús Haraldsson hafa dáið af völdum þessa sjúkdóms. Sturla Friðriksson hefur líka rakið nákvæmlega sögu þessa sjúkdóms á íslandi í grein sinni, „Hinn heilagi eldur“ (Náttúrufræðingurinn 1954, bls. 161 o. áfr.). Sjúkdómurinn, sem hefir verið nefndur lcorndrjólaeitrun eða korn- drjólasýki (Friðriksson), orsakaðist af skemmdum rúgi, oftast notuð- um til þess að baka brauð. I reyndinni stafar þessi skemmd rúgsins af korndrjólasveppi, claviceps purpurea, sem sækir oftast á rúginn, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.