Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Page 100

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Page 100
SVAVAR SIGMUNDSSON TVÆR BÆKUR UM ÖRNEFNAFRÆÐI Á sl. ári komu út í Svíþjóð tvær bækur um örnefnafræði, Ortnamn och ortnamnsforskning eftir próf. Harry Stáhl í Uppsölum, og Ort- namnen i Sverige eftir Bengt Pamp, dósent í Lundi. (Frumútgáfa kom 1967, en 2. prentun 1970). Bók Pamps er fyrst og fremst hugsuð sem kennslubók fyrir stúdenta í norrænum málum, en hún er að fram- setningu svo skýr og auðlesin, að sænskur almenningur mun og hafa af henni fullt gagn. Bók Stáhls virðist ekki ætluð stúdentum fyrst og fremst, heldur einnig átthagafræðingum, byggðasagnfræðingum og kennurum í sænsku, en höfundur hefur verið prófessor í norrænum málum, einkum örnefnum, við háskólann í Uppsölum um árabil. Til að gefa hugmynd um efnisskipan bókanna í stórum dráttum, er rétt að nefna helztu kaflafyrirsagnir þeirra. Bengt Pamp skiptir bók sinni í 6 aðalflokka: 1. Heitafræði (terminologi) og nafnflokkar, 2. Rannsóknasaga, 3. Að skýra örnefni, 4. Búsetunöfn (bebyggelse- namn), 5. Spildunöfn (ágonamn) og 6. Náttúrunöfn. f bókinni er og mjög nákvæm bókfræði, sem gagnleg er hverjum örnefnafræðingi. Fram yfir bókfræðina í bók Stáhls eru hér með rit, sem taka fyrir einstaka nafnliði. I bók Harry Stáhls hefur efninu verið skipað á þann hátt, að fyrst er kaflinn Efniviður og hjálpartæki örnefnafræðingsins, þar sem fjallað er um eldri nafnmyndir og framburð, og um landakortið sem hjálpargagn. 2. kaflinn heitir Nafnskýring, en hinn næsti Hvern- ig örnefnin verða til. Þá er fjallað í þrem köflum um búsetunöfn, náttúrunöfn og nöfn á einstökum landshlutum, héruðum, sóknum, borgum og bæjum. Að síðustu er bókfræði. Báðir höfundarnir leggja áherzlu á, að örnefnafræðin sé sjálfstæð vísindagrein, sem taki aðrar vísindagreinar sér til hjálpar, en sé ekki eingöngu til sem hjálpargrein annarra greina vísinda, s. s. sögu, þjóð- fræði, líffræði, landafræði, fornleifafræði og efnafræði, svo eitthvað sé nefnt. Harry Stáhl orðar þetta svo: „Á hinn bóginn er um það að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.