Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Síða 135
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1970
135
bor?“, og það uppi í háfjöllum í Þingeyjarsýslu. Diðrik fékk svar
við sinni spurningu, en okkar spurningu er enn ósvarað og verður
það líklega lengi. Ekki verður komið auga á neinn sögulegan atburð,
sem hægt væri að tengja þessum vopnafundi. Segja má með allmikl-
um líkindum, að þarna hafi verið menn á ferð á 16. öld, sennilega
að vetrarlagi, eða hafi að minnsta kosti lent í hrakningum og týnt
vopnum sínum eða orðið að ganga frá þeim. Uppgefna menn munar
um minna en að bera svo þung vopn. Fundarstaðurinn er í Hólabisk-
upsdæmi, og ekki væri óeðlilegt að hugsa sér, að þarna væru fundnar
minjar um liðssamdrátt á vegum Jóns biskups Arasonar á áratugn-
um 1540-50, þegar völlurinn var sem mestur á honum. En getgáta
ein er þetta, og mega nú hugmyndaríkir menn fást við að koma fundi
þessum í samband við eitthvert tiltekið sögulegt atvik. Hér verður
látið nægja að benda á, hve einstakur og merkilegur þessi vopna-
fundur er, jafnvel þótt litið sé til nágrannalanda. Hann er menn-
ingarsöguleg jarteikn frá þeim tíma er skammt gerðist þangað til
vopnaburður lognaðist með öllu út af á Islandi. Sagt er að Teitur
sterki Gíslason, bóndi í Auðsholti, talinn fæddur 1529 og enn á lífi
1605, hafi síðastur Islendinga borið vopn, er hann reið til mann-
funda. Hann var kallaður Vopna-Teitur.
11. mynd. MaSnr með atgeir. Beinskurður frá
Skarði á Landi. Um 1600.