Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 12
12
NORBURLJÓSIÐ
skot að hraða sér í hjónaband. Orðin: „Giftu þig í flýti, gráttu svo
í næði,“ geyma í sér óteljandi sorgarsögur.
Það er almennt lögmál í þessum orðum Guðs: „Eigi er það gott,
að maðurinn sé einsamall.“ (1. Mós. 2. 18.) Það er einnig satt:
„Hjúskapurinn er heiðarlegur í öllum greinum.“ (Ensk þýð.) (Hebr.
13. 4.) En þetta merkir ekki, að Guð ætli öllum að ganga í hjóna-
band. Páll ritar: „Þess óska ég, að allir menn væru eins og ég er
sjálfur, en hver hefir sína eigin náðargjöf frá Guði, einn svo, og
annar svo. En hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er gott
að halda áfram að vera eins og ég er.“ (I. Kor. 7. 7., 8.)
Við sjáum af þessu, að sumum er betra að giftast, og þeir hafa þá
„náðargjöf frá Guði.“ Aðrir hafa þá „náðargjöf frá Guði“ að vera
einhleypir. Páll var sjálfur einhleypur. Margir geta þjónað Guði
betur einhleypir.
C. T. Studd (heimskunnur kristniboði á sinni tíð. Þýð.) vann að
kristniboði í Kína, Indlandi og síðast í Afríku. Þar starfaði hann í
14 ár eða svo, meðan konan hans var því sem næst ósjálfbjarga
sjúklingur á Englandi. Margar stúlkur hafa fundið kall Guðs, að
þær ynnu sálir fyrir hann. Margar hafa heyrt hann kalla þær til trú-
boðsstarfs eða kristniboðs. Þá kom kall ástarinnar. Þá heyrðist æ
ver kall Guðs, unz þær sneru baki við öllum fyrri áformum, loforð-
um og heitum. Þær urðu önnum kafnar við að sinna eiginmönnum,
börnum og heimilum. En þær fundu til sektar alla daga, af því að
eitt sinn höfðu þær heitið Guði að gera vilja hans. Það ætti enginn
að giftast án þess að hugsa um freistinguna eðlilegu að láta mak-
ann sitja í fyrirrúmi, en ekki Guð.
í ævisögu manns síns, segir frú Rósalind Goforth svo frá:
„Svo þegar haustaði, sagði hann: „Viltu sameina líf þitt mínu
fyrir Kína?“ Svar mitt var „Já“, án nokkurs hiks. En fáum dögum
seinna sagði hann: „Viltu lofa mér því, að þú skulir alltaf leyfa mér
að hafa Drottin minn og verk hans fyrst, jafnvel á undan þér?“ Ég
saup hveljur innra með mér áður en ég svaraði: „Já ég vil það
alltaf.“ Því að var þetta ekki einmitt sú tegund af manni, sem ég
hafði beðið (Guð) um? . . .
Fyrsta prófið kom fáum dögum síðar. Ég hafði látið mig dreyma
um fallegan trúlofunarhring. Þá kom Jónatan til mín og sagði: „Þér
mislíkar ekki, þótt ég fái engan trúlofunarhring?“ Hann fór þá að
segja mér með miklum áhuga um útbreiðslu bóka og smárita um