Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 131
NORÐURLJ ÓSIÐ
131
krafti sem í oss verkar, megnar að gera langsamlega fr£im yfir allt
það, sem vér biðjum eða skynjum.“ Efes. 3. 20. Á öðrum stundum
leiðir Andinn bænir vorar svo greinilega, að vér biðjum með anda
og með skilningi líka. 1. Kor. 14. 15.
15. Heilagur Andi hefir einnig kraft til að leiða hjörtu vor í Guði
þóknanlegri þakkargjörð. Páll segir: „Skuluð þér fyllast Andanum.
Ávarpið bver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum,
— syngið og leikið Drottni í hjörtum yðar, og þakkið jafnan Guði,
föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists.“ Efes.
5. 18.—20. Það er ekki einungis, að Andinn kenni oss að biðja, hann
kennir oss lfka að færa þakkir. Eitt allra skýrasta sérkenni fyllingar
Andans er þakkargerð. Sönn þakkargerð er til Guðs föðurins, í
nafni Drottins vors Jesú Krists í heilögum Anda.
16. Heilagur Andi hefir kraft til að leggja í hjarta manns, sem
trúir á Krist, þá tilbeiðslu, sem er Guði þóknanleg. „Því að vér er-
um hinir umskornu, vér sem dýrkum Guð í Anda hans og hrósum
oss í Kristi Jesú, og treystum ekki ytri yfirburðum.“ Fil. 3. 3. Bæn
er ekki tilbeiðsla. Þakkargjörð er ekki tilbeiðsla. Tilbeiðsla er ákveð-
in athöfn mannsins, sem er skapaður, í afstöðu hans til Guðs. Til-
beiðsla er að heygja sig frammi fyrir Guði, með lotningarfullri við-
urkenningu og íhugun á honum sjálfum. Einhver hefir sagt: „Bænir
vorar fjalla um það, sem vér þörfnumst, þakkargjörðin um þær bless-
anir, sem oss eru veittar, en í tilbeiðslu vorri hugsum vér aðeins um
Guð sjálfan.“ Tilheiðslan er ekki sönn né velþóknanleg, nema heilag-
ur Andi hvetji til hennar og leiðbeini. „Faðirinn leitar slíkra til-
hiðjenda.“ Jóh. 4. 23.
Holdið leitast við að trana sér fram á sérhverju sviði lífsins. Það
á sína tilbeiðslu, jafnt og girndir sínar. Tilbeiðslan, sem holdið hvet-
ur til, er Guði viðbjóður. Þótt tilheiðsla sé einlæg og innileg, þarf
hún ekki þar með að vera tilbeiðsla í Andanum. T>að getur verið, að
maðurinn hafi ekki gefið sig undir leiðbeiningu heilags Anda í til-
beiðslunni og þess vegna verður hún holdleg. Jafnvel þótt hókstaf
orðsins sé trúlega fylgt, getur verið, að tilbeiðslan sé ekki „í Andan-
um,“ þ. e. innhlásin og stjórnað af honum. Til að tilbiðja réttilega
megum vér ekki treysta holdinu. Vér verðum að gera oss Ijóst, að
„holdið gagnar ekkert“. Vér megnum ekkert af sjálfum oss, heldur
Andinn guðdómlegi, sem hýr í hinum trúaða og ætti að stjórna öllu
hjá honum, svo að tilbeiðslan geti orðið þóknanleg. Vér verðum