Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 106
106
NORÐURLJ ÓSIÐ
ennfremur: „Eftir ráðsályktun sjálfs sín fæddi hann oss með sann-
leiksorði, til þess að vér skyldum vera nokkurs konar frumgróði
skepna hans.“ Jak. 1. 18. Vilt þú endurfæðast? Aðferðin er mjög
einföld. Taktu orð Guðs um Krist krossfestan og upprisinn, festu
það í hjarta þér með því að hugleiða það. Væntu þess af Guði, að
hann fyrir heilagan Anda geri þér orðið lifandi, trúðu því með
hjarta þínu, og þá er verkinu lokið. Langi þig til að sjá einhvern
annan endurfæðast, gefðu honum þá orð Guðs . . . Mannshjartað er
sáðjörðin, við erum sáðmennirnir; orð Guðs er sáðkornið, sem við
látum falla í þann jarðveg; Guð, fyrir heilagan Anda sinn, lífgar
það og gefur vöxtinn, 1. Kor. 3. 6.; hjartað umlykur orðið, og nýtt
líf verður til. Endurfæðingin er blátt áfram gjöf nýs eðlis, gjöf eðlis
Guðs. En hvernig verðum vér hluttakar eðlis Guðs? Lesið 2. Pét. 1.
4. og sambandið: „Til þess að þér fyrir þau (hin háleitu og dýrmætu
fyrirheit) skylduð verða hluttakandi í guðlegu eðli.“ Orð Guðs er
útsæðið, sem guðlegt eðli sprettur af í mannlegum jarðvegi.
3. Orð Guðs hefir kraft til að framleiða trú. „Svo kemur þá trúin
af boðuninni, en boðunin byggist á orði Guðs.“ Róm. 10. 17. Þú
eignast aldrei trú með því móti að biðja um hana. Viljakraftur veit-
ir hana ekki. Trúin er afleiðing vissrar orsakar, og orsökin er orð
Guðs. Þannig er því farið með frelsandi trú. Setjum svo, að þú viljir,
að maður hafi frelsandi trú. Gefðu honum einfaldlega eitthvað
ákveðið, sem hann getur hvílt á. Fangavörðurinn í Filippí spurði:
„Herrar, hvað á ég að gera, til þess að ég verði hólpinn?“ Post. 16.
30. Páll svaraði blátt áfram: „Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt
verða hólpinn og heimili þitt.“ En Páll nam ekki staðar þar. „Þeir
fluttu honum orð Drottins og öllum á heimili hans ...“ Þeir gáfu
honum það, sem Guð hefir ákveðið til að framleiða trú. ... Vér
segjum fólki: „Trúðu, trúðu, trúðu,“ en sýnum því ekki, hvernig
það á að trúa. Vér gefum því ekki neitt ákveðið til að trúa. Biblíu-
lega og skynsamlega leiðin er sú, þegar manni er sagt að trúa, að
gefa honum eitthvað til að trúa. Gefa má honum t. d. Jes. 53. 6. og
upphefja þannig Krist krossfestan, eða 1. Pét. 2. 24. A þessu getur
trú hans hvílt. Trú þarfnast undirstöðu. Hún flýtur ekki í loftinu.
Það er ekki einungis, að frelsandi trú komi fyrir orð Guðs. Trú,
er sigrar í bæn, kemur það líka. Setjum svo, að ég lesi Mark. 11. 24,
„Hvers sem þér biðj ið og beiðizt, þá trúið, að þér hafið öðlazt það,
og þér munuð fá það.” Ég var vanur að krjúpa niður, biðja og reyna