Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 110
110
NORÐURLJÓSIÐ
7. Orð Guðs hefir kraft til að veita fullvissu um eilíft líf. Vér les-
um: „Þetta hefi ég ritað yður, til þess að þér vitið, að þér hafið
eilíft líf, yður, sem trúið á nafn Guðs sonar.“ 1. Jóh. 5. 13. Fullviss-
an um eilíft líf kemur vegna þess, sem er „ritað“. Setjum svo, að ein-
hver sé ekki fullviss um sáluhjálp sína. Hvað eigum vér að gera?
Segja honum að biðja, unz hann öðlast hana? Alls ekki. Honum á
að gefa einhverja ritningargrein eins og Jóh. 3. 36. „Sá, sem trúir
á soninn, hefir eilíft líf.“
Haltu honum fast að því atriði, unz hann tekur orð Guðs gilt og
er þá viss um, að hann eigi eilíft líf, af því að hann trúir á soninn.
„Sá, sem trúir á soninn, HEFIR eilíft líf.“
8. Orð Guðs hefir kraft til að leiða frið inn í hjartað. „Ég vil
hlýða á það, sem Guð Jahve talar; hann talar frið til lýðs síns og til
dýrkenda sinna.“ Sálm. 85. 9. Margt fólk leitar friðar nú á dögum,
þráir frið, biður um frið. En djúpur friður hjartans kemur við að
nema orð Guðs. Til er grein í ritningunni, sem bægja mun öllum
áhyggjum frá oss að eilífu, ef vér nærum oss á henni daglega, unz
hún nær tökum á oss og kemst í raun og veru inn í hjörtu vor. „En
vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim,
sem kallaðir eru samkvæmt fyrirhugun.“ Róm 8. 28. Ekkert getur
hent oss, sem ekki sé innifalið í „allt.“ Ekkert mun trufla frið vorn,
hafi þessi grein náð tökum á oss.
9. Orð Guðs hefir kraft til að framleiða gleði. Jeremía segir:
„Kæmu orð frá þér, gleypti ég við þeim, og orð þín voru mér unun
og fögnuður hjarta míns.“ Jer. 15. 16. Og Jesús sagði: „Þetta hefi
ég talað til yðar, til þess að fögnuður minn sé hjá yður og fögnuður
yðar fullkomnist.“ Jóh. 15. 11. Það er þá greinilegt, að fullkomin
gleði kemur fyrir orð Guðs. Það er ekki til jarðnesk gleði, sem líkist
þeirri gleði, sem kviknar og Ijómar í hjarta manns, er trúir á Jesúm
Krist, þegar hann nærir sig á orði Guðs, og orðið er heimfært til
hjarta hans fyrir kraft heilags Anda.
10. Þolgæði, huggun og von koma líka frá orði Guðs. „Því að
allt það, sem áður er ritað, er ritað oss til uppfræðingar, til þess að
vér fyrir þolgæði og huggun ritninganna héldum von vorri.“
Róm. 15. 4.
11. Orð Guðs hefir kraft til að varðveita frá villu og synd. Postul-
inn Páll aðvaraði öldungana í Efesus, að villukenningum yrði lætt
inn meðal þeirra, og hann fól þá að lokum Guði og orði náðar hans.