Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 105
NORÐURLJÓSIÐ
105
og hamar, sem sundurmolar klettana?“ Jer. 23. 29. Ef vér eigum að
öðlast kraft í lífi voru og þjónustu, verðum vér að nærast á orði
Guðs. Engin önnur fæða er svo styrkjandi. Ef vér viljum ekki taka
tíma til að nema biblíuna, getum vér ekki haft kraft, ekki fremur en
líkamlegan kraft, ef vér vilj um ekki gefa oss tíma til að neyta styrkj •
andi fæðu.
Vér skulum sjá, hvað orð Guðs hefir kraft til að gera.
1. Orð Guðs hefir kraft til að sannfæra um synd. „En er þeir
heyrðu þetta, stungust þeir í hjörtun og sögðu við Pétur og hina
postulana: ,Hvað eigum vér að gera, bræður?‘ “ Post. 2. 27. Ef vér
gætum að, hvað þeir höfðu heyrt, sem kom til vegar þessari djúpu
sannfæringu um synd, þá var það orð Guðs. Ef þér viljið lesa ræðu
Péturs, munuð þér sjá, að hún er ein af bihlíulegustu ræðum, sem
nokkru sinni hefir verið flutt. Hún var vitnun í biblíuna frá byrjun
til enda. Það var þá orð Guðs, heimfært til þeirra af heilögum Anda,
sem stakk þá í hjörtun. Ef þér viljið sannfæra menn um synd, verðið
þér að gefa þeim Guðs orð. Fyrir nokkru heyrði ég mann biðja á
þessa leið: „Ó, Guð, sannfærðu okkur um synd.“ Þetta var mjög
góð bæn. En komir þú ekki sál þinni í samband við það verkfæri,
sem Guð hefir sett til að sannfæra menn um synd, þá fær þú enga
sannfæringu um synd. Viljir þú koma til vegar sannfæringu um synd
hjá öðrum, verður þú að nota Guðs orð til að gera það.
Maður nokkur sagði við höf.: „Ég er ekki mjög mikill syndari. Ég
er talsvert góður náungi.“ Höf. svaraði: „Jæja, vinur minn, þú ert
ekki mjög sannfærður um synd. Ég held á því í hendi minni, er Guð
hefir kjörið til að koma til vegar sannfæringu um synd.“ Ég opnaði
biblíu mína, Matt. 22. 37., 38., og bað hann lesa. Hann las: „Þú skalt
elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og
af öllum huga þínum. Þetta er hið mikla og fyrsta boðorð.“ „Hvaða
boðorð er þetta?“ spurði ég. Hann svaraði: „Hið mikla og fyrsta
boðorð.“ „í þessu ljósi séð, hver er þá hin fyrsta og mikla synd?“
Hann svaraði: „Það hlýtur að vera að vanrækja að halda þetta boð-
orð.“ „Hefir þú haldið það?“ Andi Guðs gerði hjarta hans þetta
ljóst á samri stundu. Það leið ekki á löngu áður en við vorum fallnir
á kné og hann farinn að biðja Guð um miskunn vegna Krists.
2. Orð Guðs hefir kraft til að endurfæða menn. Vér lesum í fyrra
bréfi Péturs 1. 23.: „Endurfæddir, ekki af forgengilegu sæði, heldur
óforgengilegu, fyrir orð Guðs, hans, sem lifir og varir.“ Vér lesum