Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 66
66
NORÐURLJÓSIÐ
þau frelsist. Guð óskar að gefa þér einhverjar sálir, og þegar þú
hefir unnið eina sál fyrir Krist, finnst þér hitt vera einskis virði.“
Við fundum líka sannarlega okkur til furðu, að faðir okkar tók
að finnast allt hitt lítils virði. Hann hafði áhuga fyrir aðeins einu:
að vinna sálir fyrir Krist.
Hann fór með okkur til að hlusta á hr. Moody og aðra. Þegar
Moody var farinn úr Englandi, opnaði faðir minn hús sín úti í sveit-
inni og hélt samkomur þar á kvöldin. Hann bauð prestum og kaup-
mönnum úr London að koma og prédika fyrir fólkinu: Fólk kom
langar leiðir á samkomurnar, og margir sneru sér. Einn af þessum
mönnum kom einn daginn að predika; og einmitt er ég ætlaði út að
leika „krikett", veiddi hann mig óvart og sagði: „Ert þú sannkrist-
inn?“ „Ég er ekki það, sem þú kallar sannkristinn. Ég hefi trúað á
Jesúm Krist, síðan ég var lítill. Ég trúi að sjálfsögðu líka á kirkj-
una.“ Ég hugsað', að með því að svara honum hreinlega, mundi ég
losna við hann.. Hann gafst ekki upp, en sagði: „Sjáðu: Svo elskaði
Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem
á hann trúir, glatist ekk’, heldur hafi eilíft líf.“ „Trúir þú, að Jesús
Kristur dó?“ „Já.“ „Trúir þú, að hann dó fyrir þ:g?“ Trúir þú hin-
um helmingnum af versinu, „hafi eilíft líf?“ „Nei,“ svaraði ég.
„Þessu trúi ég ekki.
Hann svaraði: „Heldur þú ekki, að þú sért nokkuð óákveðinn,
þegar þú trúir öðrum helming versins, en ekki hinum?“ „Ég hýst
við því.“ Hann sagði: „Ætlar þú alltaf að vera svona óákveðinn?“
„Nei,“ svaraði ég, „ekki alltaf, býst ég við.“ Hann svaraði: „Vilt þú
ekki vera ákveðinn nú?“ Eg sá, að nú var ég mát og fór að hugsa:
„Fari ég út úr þessu herbergi óákveðinn, þá verð ég lítils metinn á
meðal manna.“
Ég svaraði: „Jú, ég vil vera ákveðinn.“ „Líttu á, — sér þú ekki
að eilíft líf er gjöf? Ef einhver gefur þér jólagjöf, hvað gerir þú
þá?“ „Ég tek á móti henni og segi þökk fyrir.“ Hann sagði: „Vilt þú
þakka Guði fyrir þessa gjöf?“ Þá kraup ég á kné og þakkaði Guði.
Þegar í stað kom gleði og friður inn í sál mína. Þá vissi ég, hvað
það var að vera endurfæddur, og biblían, sem áður hafði verið svo
þurr fyrir mér, varð mér allt.
Dag nokkurn, þegar ég var í London, bauð einn vinur minn mér
heim til sín til máltíðar. Konan og hann voru bæði trúuð. Eftir mál-
tíðina sátum við kringum arininn og töluðum saman. Vinur minn