Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 11
NORÐURLJ ÓSIÐ
11
honum og mundi njóta blessunar hans, sótti ég mál mitt fast og fékk
samþykki minnar kæru, að hún yrði konan mín. Eg er fullviss um,
að Guð af gæzku sinni lagði sína blessun yfir aðferð mina. Ég er
jafnviss um, að hann af miskunn sinni varðveitti mig frá að kvæn-
ast annarri stúlku en hinni réttu.
5. KAFLI.
Sumir ættu ekki að ganga í hjónaband.
„Svo að ég minnist á það, sem þér hafið ritað um, þá er það gott
fyrir mann að snerta ekki konu.“ I. Kor. 7. 1.
„En hinum ókvœntu og ekkjunum segi ég, að þeim er gott að
halda áfram að vera eins og ég er. En vanti þau bindindissemi, þá
gangi þau í hjónaband; því að betra er að ganga í hjónaband en að
brenna af girnd.“ I. Kor. 7. 8., 9.
„Ertu við konu bundinn? Leitast þá ekki við að verða laus. Ertu
laus orðinn við konu? Leita þá ekki kvonfangs. En þótt þú kvongist,
syndgar þú ekki; og ef mœrin giftist, syndgar hún ekki; en þrenging
munu slíkir hljóta fyrir hold sitt, en ég vildi hlífa yður.“ I. Kor. 7.
27., 28.
„En ég vil, að þér séuð áhyggjulausir. Hinn ókvœnti ber fyrir
brjósti það, sem Drottins er, hversu hann megi Drottni þóknast.
Hinn kvænti ber fyrir brjósti það, sem heimsins er, hversu hann
megi þóknast konunni. Það er og munur á konunni og meynni; hin
ógifta mœr ber fyrir brjósti það, sem Drottins er, til þess að hún
megi vera heilög, bœði að líkamanum og andanum. En hin gifta
kona ber fyrir brjósti það, sem heimsins er, hvernig hún megi þókn-
ast manninum.“ I. Kor. 7. 32.—34.
„Konan er bundin, meðan maður hennar er á lífi. En ef maður-
inn deyr, er henni frjálst að giftast hverjum, sem hún vill, aðeins að
það sé í Drottni. Þó er hún sœlli, ef hún heldur áfram að vera eins
og hún er, eftir minni skoðun. En ég þykist og hafa Anda Guðs.“
I. Kor. 7. 39., 40. (n. m.)
Hugsun ritningarinnar er sú, að fólk þarf ekki að vera í hjóna-
handi til þess að vera hamingjusamt. Sannkristinn maður ætti að
bíða hljóður eftir Drottni og vera ánægður með að kvongast því að-
eins, þegar tími Guðs kemur, eða þá alls ekki. Það er mikið glappa-