Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 69
NORÐURLJÓSIÐ
69
hann, að ganga þessa sömu fórnar- og trúarbraut. Hann og ungur
félagi hans, hr. Alfred Buxton, bjuggu fyrst í strákofa í Niagara.
Þaðan breiddist verk þeirra yfir álíka víðlent svæði og England.
Fyrstu árin voru full af þrengingum og stríði af öllu tagi, og nokkr-
ir létu lífið. Ævi Studds var allt öðruvísi en flestir hugsa sér ævi
trúboða. Hann ferðaðist fótgangandi furðulegar vegalengdir. Hann
byggði hús og samkomuhús á nýjum trúboðsstöðum, lagði verka-
mönnum ráð, með bréfaskriftum, og framar öllu þessu þýddi hann
ritningarnar handa hinum nýstofnuðu söfnuðum. Hann var sannur
brautryðjandi.
Seinustu árin þjáðist hann af ýmsum sjúkdómum — en gleðin á
þessum árum yfirskyggði þó allar þj áningarnar, því að undir ævi-
lokin leit hann hóp af trúboðum, um 40 talsins, er voru honum sem
synir og dætur, og á mörgum stöðum á stóru landssvæði, sá hann
einn sterkan kristinn söfnuð. Hann þurfti ekki að iðra þess, að hann
gaf Guði allt, og sjálfviljugur hefði hann ennþá fórnað rétti sínum
og þægindum til þess að ná til hinna heiðnu með gleðiboðskap
Krists.
Ævilok hans urðu með snöggum hætti, einmilt eins og hann
hefði óskað. Er hann hafði verið veikur um stuttan tíma, leið hann
með uppljómaða ásýnd inn í nálægð Konungsins í júlí 1931, um-
kringdur af flokki þeirra, er voru brautryðjendur í trúboðsstarf-
inu. Innfæddir bræður í Afriku, um 2000 talsins, söfnuðust saman,
víðsvegar að, og endurnýjuðu frammi fyrir Guði loforð sitt um
trúmennsku, meðan hinn sigursæli hermaður Krists var lagður til
hinztu hvílu meðal þess fólks, er hann hafði elskað og þjónað.
Orð Guðs og fyrirheit, sem gefin voru C. T. Sludd, þegar liann
fór sína fyrstu ferð til Afríku, hafa reynzt sönn í ríkum mæli. Á
þessum árum, sem liðin eru, síðan hann var kallaður, hafa meir en
500 trúboðar, hvattir af sömu meginreglum, fórn og trú, fengið
sama kall: að fara út til þeirra staða í heiminum, er fólkið aldrei
hefir heyrt fagnaðarerindið, ekki aðeins í Mið-Afríku, en einnig í
37 öðrum löndum í Afríku, Suður-Ameríku, Indlandi og Austur-
Asíu.