Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 154
154
NORÐURLJÓSIÐ
þangað. Þess vegna stæði hún þar hreykin og biði þess, að hann
kæmi til hennar. Honum hafði fundizt, að þetta væri „ég er betri en
þú“ afstaða. í rauninni hafði hún ekki vitað, hvar hann sat. Hávað-
inn í stólnum, er hann reis á fætur, hafði komið henni til að líta í
áttina til hans.
Hann reis á fætur og gekk inn í eldhúsið. Frú Rush var þar enn.
„Viljið þér vísa mér á herbergið mitt,“ sagði hann.
2. kafli. Sveitalífið.
Næsti morgunn Gregs byrjaði klukkan 5. Hann var vakinn með
snörpum höggum á hurðina. Hann tautaði syfjulegt svar. Hann velti
sér á hliðina, náði sér í vindlingapakka, kveikti sér í vindlingi lá svo
á bakið og starði á herbergið. Á móti sjálfum sér geðjaðist honum
látleysi þess. Auðvitað var það ekkert líkt því, sem hann var vanur,
en menn segja, að tilbreyting sé eins góð og hvíld. Ef til vill gæti
hann snúið dvöl sinni hér upp í gaman eitt, sem hann gæti sagt vin-
um sínum frá, er hann kæmi heim aftur.
Hugleiðingar hans trufluðust, er aftur var barið á hurðina. „Kom
inn!“ kallaði hann háðslega.
Jim kom inn, klæddur upplitaðri skyrtu og mjög snjáðum buxum.
Utan yfir skálmunum voru þykkir vinnusokkar. „Tími kominn að
fara á fætur,“ sagði hann.
„Á fætur! Klukkan 5 að morgni! Þú hlýlur að vera að gera að
gamni þínu.“
„Hræddur um ekki. Te er tilbúið í eldhúsinu. Við reynum að láta
vélarnar fara að ganga eftir hálftíma, svo að þér er betra að skrölta
með.“
„Hvað, ég? Eg kann ekki vitund að mjólka kýr.“
„Og þú lærir það ekki með því að liggja í rúminu.“ Jim lokaði
hurðinni á eftir sér með lágum skelli og lét Greg um að stara á mál-
aðar þiljurnar.
Eins og Jim hafði sagt var teið tilbúið, sjóðandi heitt í viðbót.
Þegar hitann úr því tók að leggja um hann, fór komumanni að létta
í skapi. Kringumstæðurnar voru, ef til vill, ekki eins slæmar og þær
sýndust.
Ben Rush var einn í eldhúsinu og beið þess þolinmóður, að Greg
yrði tilbúinn. Um leið og þeir fóru í gúmstígvélin, sagði hann: „Jim
kemur með kýrnar. Það lítur líka út fyrir góðviðrisdag.“