Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 16
16
NORÐURLjÓSIf)
hjá litlu börnunum, þau voru alltaf borin til kirkjunnar. Aldrei var
svo mikið að gera á bænum, hvorki við fóðrun skepnanna, uppskeru,
slátrun eða niðursuðu, að nokkur í húsinu væri í burtu frá Guðs
húsi af þeim ástæðum. Allir mættu á réttum tíma. Faðir minn sá um
það. Hann var hið andlega höfuð he:milis síns, og hann sá líka fyrir
tímanlegum þörfum þess.
Maður, hagar þú þér eins og fulltrúi Guðs á heimili þínu? Ert þú
frelsaður? Ert þú að leiða fjölskyldu þína til himins? Ábyrgðin,
sem hvílir á eiginmanninum á heimilinu, er ægileg. Það nægir til að
gera hvern mann hræddan, þegar honum verður ljóst, hvers Guð
væntir af honum. Hann verður að gera Guði reikningsskap. Sé
heimilislífið misheppnað, þá her eiginmaðurinn og faðirinn fyrst og
fremst ábyrgðina á því.
Eiginmaðurinn er jafnvel kallaður „frelsari líkama“ konu sinnar
í Efes. 5. 23. Konan og börnin ættu öll að taka sinn þátt í öflun dag-
legs hrauðs, skyldustörfum og striti vegna heimilisins, eins og „væna
konan“ í Orðskv. 31. 10.—31. Eigi að síður ætlast Guð til þess, að
á herðar eiginmannsins komi mestur þunginn af öflun nauðsynja
heimilisins. Það var við Adam, ekki Evu, sem Guð sagði: „í sveita
andlits þíns skaltu neyta hrauðs þíns.“
Maðurinn á að stjórna í andlegum málum.
Eiginmaður og faðir á að vera æðsti prestur heimilis síns. Það
sýnir biblían spjaldanna á milli. Þegar Guð kom í kvöldsvalanum í
garðinn í Eden, þegar maðurinn hafði syndgað, kallaði hann:
„Adam, hvar ertu?“ Réttilega taldi Drottinn manninn ábyrgan, þótt
konan hefði haft forystu í að syndga. í 4. bók Móse 30. kafla, 13.—
15. grein, er það skýr kenning Drottins, að vinni konan Guði heit,
þá er það á valdi föður hennar, sé hún ógift, en á valdi manns henn-
ar, sé hún gift, að gilda eða ógilda he:t hennar. Eiginmaðurinn ber
ábyrgðina.
Ritningin kennir greinilega, að á safnaðarsamkomum eiga konur
ekki að tala og spyrja eiginmenn sína, heldur e’ga þær að gera það
heima fl. Kor. 15. 34., 35.). Guð hefir greinilega boðið, að karl-
menn skulu vera leiðtogar í trúarefnum.
Heimilisfaðir ber ábyrgð á fjölskyldu sinnþ hvort sem hann vill
það eða ekki. Allar lyginnar afsakanir breyta ekki þeirri staðreynd,
að faðir getur alið svo upp börn sín, kennt þeim, leitt þau og agað