Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 123
NORÐURLJÓSIÐ
123
Vér „framgöngum eftir Andanum og fullnægjum dkki girnd holds-
ins.“ Gal. 5. 16.
Það eru sérréttindi vor, fyrir kraft Andans, að öðlast daglegan,
stundlegan, stöðugan sigur yfir holdinu og yfir syndinni. Sigurinn
er ekki í oss sjálfum, ekki vegna nokkurrar orku í oss. Ættum vér
að sigra sjálfir, yfirgefnir af Anda Guðs, værum vér eins ósjálf-
hjarga og nokkru sinni fyrr. Sigurinn allur kemur fyrir kraft And-
ans. Hefir heilagur Andi leyst þig frá lögmáli syndarinnar og dauð-
ans? Viltu láta hann gera það nú? Hættu öllum sjálfs-tilraunum að
losna undan „lögmáli syndar og dauðans," til að hætta að syndga.
Treystu guðlegum mætti heilags Anda til að gera þig frjálsan, og
varpaðu þér upp á hann, að hann framkvæmi það. Hann mun gera
það. Þá getur þú sigri hrósandi hrópað með Páli: „Lögmál Anda
lífsins, í Kristi Jesú, hefir gert mig frjálsan frá lögmáli syndar og
dauða!“ Róm. 8. 2.
6. í Efes. 3. 16. finnum vér skylda hugsun, en stærri, er víkur að
krafti heilags Anda. „Að hann gefi yður, samkvæmt auðæfum dýrð-
ar sinnar, að þér verðið styrktir að krafti vegna Anda hans í innra
manni yðar.“ (Þýð. S. G. J.)
Heilagur Andi styrkir trúaðan mann með krafti í hinurn innra
manni. Árangur þeirrar styrkingar sést í 17.—19. grein. Hér birt-
ist kraftur Andans, ekki með því einu að gefa sigur yfir synd, held-
ur (a) Kristur býr í hjörtum vorum; (b) vér verðum „rótfestir og
grundvallaðir í kærleika“; verðum „styrktir ásamt öllum heilögum
til að skilja, hver sé breiddin, lengdin, hæðin og dýptin og þekkið
ikærleika Krists, sem yfirgnæfir þekkinguna.“ (Ensk þýð.) Hámark
alls þessa er: að vér „verðum fylltir allri fyllingu Guðs.“ (Ensk
þýð.)
7. Enn meir er sagt um kraft heilags Anda í Róm. 8. 14.: „Því að
allir þeir, sem leiðast af Anda Guðs, þeir eru Guðs synir.“
Heilagur Andi hefir kraft til að leiða oss til heilags lífernis, líf-
ernis „sona Guðs“. Það er ekki nóg með það, að heilagur Andi gefi
oss kraft til að lifa heilögu lífi, Guði velþóknanlegu lífi, er vér höf-
um uppgötvað, hvað það líf er. Hann eins og tekur í hönd vora og
leiðir oss inn í það líf. Vor þáttur er blátt áfram sá, aðgefa oss al-
gerlega undir vald hans, til þess að hann leiði oss og móti oss. Þeir,
sem þetta gera, eru ekki einungis „Guðs ættar“ (Post. 17. 28.), eins