Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 35
NORÐURLJÓSIÐ
35
og ráðvendni. Þeir brjótast inn og ræna. Þeir stela og hnupla. Ung-
lingarnir halda áfram á sömu braut. Ef til vill rennur sú stund upp
á ævi þeirra margra, að þeir sjá eftir þessu, iðrast þess heitt og inni-
lega. En „Eitt einasta syndar augnahlik, sá agnarpunkturinn smár,
oft lengist í ævilangt eymdarstrik, sem iðrun oss vekur og tár.“ A.
þessa leið fórust skáldinu orð. En Guði sé lof, ef hrösunin rekur
manninn í faðm frelsarans, þá getur tjónið snúizt í ágóða, ógæfa í
hamingju. Enginn þekkir, nema Guð einn, tölu þeirra manna, sem
Drottinn Jesús hefir reist fallna á fætur, gefið þeim annað tækifæri
og gert þá að góðum, göfugum og nýtum mönnum.
Tárin hans Esaú voru iðrunartár. En þau urðu haglél heiftar.
Hann ákvað að drepa hróður sinn. Jakob varð því að flýja úr landi.
Gaf þá ísak honum hlessun sína öðru sinni. Hann sá, að engin vizka,
hyggni eða ráð eru til gegn Drottni, eins og biblían orðar það. Guð
hafði sagt þeim hjónum, meðan Rebekka gekk með sveinana: „Hinn
eldri skal þjóna hinum yngri.“ Þessum orðum trúði Jakob og Re-
heklka Hka. En það er ekki að sjá, að ísak hafi ætlað að láta þau
breyta viðtekinni venju, að eldri sonurinn yrði ættarhöfðinginn. Nú
hafði hann þreifað á því, að engu ráði Guðs verður varnað fram að
ganga. Og á það munu Arabarnir reka sig um síðir, að Guð stendur
við forn heit sín og lætur fsrael njóta alls þess lands, sem hann hefir
svarið honum fyrir þúsundum ára.
Jakob hélt í austurátt til ættlands móður s'nnar. Þar hitti hann
Rakel, sem hann hefir unnað frá fyrstu sýn. Frásagan segir: „Jakoh
kyssti Rakel og tók að gráta hástöfum.“ Hvaða tár voru þetta? Tár
léttis og feginleika? Eða tár eftirsjár, að hafa þurft að hrekjast frá
heimili sínu, að sjá ekki móður sína? Vera má, að hin fríða Rakel
hafi verið lík Rehekku föðursystur sinni.
Saga Jakobs næstu tuttugu árin er saga strits og sundraðs heimilis-
lífs. „Það, sem maðurinn sáir, mun hann uppskera.“ Jakoh hafði sáð
niður svikum, og hann uppskar svik, er Lahan sveik hann og gaf
honum Leu í stað Rakelar. Hann sveik hann líka aftur og aftur þau
árin, sem Jakob vann hjá honum fyrir kaupi og breytti því. En
Jakob var líka hragðarefur, þótt hann beitti ekki heinum svikum.
Loks kom svo, að hann þorði ekki annað en strjúka frá Laban með
konur sínar, börn og allan auð. Fyrir sérstaka hjálp Drottins tókst
ferðin slysalaust, unz komið var í Kananland, þar sem faðir hans
bjó.