Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 135
NORÐURLJÓSIÐ
135
vizku og vænta hennar, en ekki að segja fyrir, hvernig hún verði
veitt. 1. Kor. 12.11.
19. Það er í einu atriði enn, sem heilagur Andi hefir kraft. Lesið
Post. 4. 31.; 13. 9., 10.: „Og er þeir höfðu beðizt fyrir, hrærðist
staðurinn, þar sem þeir voru saman komnir, og þeir fylltust allir
heilögum Anda og töluðu orð Guðs með djörfung.“ Heilagur Andi
hefir kraft til þess að gefa oss djörfungu í vitnisburöinum um Krist.
Margir eru að eölisfari feimnir. Þeir þrá að gera eitthvað fyrir
Krist, en þeir eru smeylkir. Heilagur Andi getur gert þig djarfan, ef
þú vilt líta til hans og treysta honum til að gera það. Það var hann,
sem breytti hugleysingjanum Pétri í manninn djarfa, sem óttalaus
stóð frammi fyrir ráðinu og ávítaöi synd þess. Post. 4. 8.—12.
Tvennt er augljóst af því, sem hefir verið sagt um kraft heilags
Anda í trúuöum manni. Hið fyrra, hve algerlega vér erum háðir
heilögum Anda bæði í kristilegu lífi og þjónustu. Hið síðara, hve
fullkomlega Guð hefir séð oss íyrir öllu til lífs og þjónustu, og hví-
líkra sérréttinda hið minnsta guðsbarn getur notið, vegna starfs
heilags Anda. Það skiptir öllu máli, hvað heilagur Andi getur gert
fyrir oss, og hvað vér viljum láta hann gera, en ekki hitt, hvað vér
erum áður að eölisfari, vitsmunalega, siðferðislega, andlega eða
jafnvel líkamlega. Heilagur Andi tekur oft þann mann, sem viröist
hafa minnsta náttúrlega möguleika og notar hann langtum meir en
hina, sem að eðlisfari virðast vera góð starfsmannaefni. Trúarlífinu
á ekki að lifa í krafti meðfæddra geösmuna, né kristilegt verk að
framkvæmast í krafti mannlegra hæfileika. Trúarlífinu á að lifa á
sviði Andans, og kristilegt starf að framkvæmast í krafti heilags
Anda. Heilagur Andi þráir mjög að framkvæma allt sitt verk fyrir
sérhvern af oss. Fyrir sérhvert af oss mun hann gera allt það, sem
vér viljum láta hann gera.
4. KAFLI.
Kraftur bœnar.
„Krafturinn tilheyrir Guði,“ en allt, sem tilheyrir Guði, getum vér
öðlazt með því að biöja. Guð réttir fram hendur sínar fullar og seg-
ir: „Biöjiö, og yður mun gefast... ef þér, sem vondir eruÖ, hafið
vit á að gefa hörnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá
faöir yðar, sem er í himninum, gefa þeim góðar gjafir, sem biðja