Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 58
58
NORÐURLJÓSIÐ
Ætli þetta eigi sér ekki einhverjar hliðstæður nú? Spyrjið Svert-
ingjana í stórborgum Bandaríkjanna, hvort þeir njóti alltaf sömu
verzlunarkjara og hvítir menn? Annað hafa þeir staðhæft sumir, og
það hefi ég lesið með eigin augum. Ætli þeir standist allir rétta vog
verðmerktu pokarnir í verzlunum hérlendis og víðar? Annað hefi
ég heyrt. Annars þarf ekki að nefna nokkra stétt sérstaklega: Það
virðist alstaðar ríkja sami græðgiandinn: að fá sem mest fyrir sem
minnst, þótt heiðarlegar undantekningar séu ennþá til. Vörusvik eru
þjófnaður, það er stolið frá þeim, sem kaupa vöruna. Vinnusvik eru
þjófnaður. Það er borgað ákveðið kaup fyrir klukkustundar vinnu.
Þá er hver mínúta verðmæt.
Upplausn hjónabanda.
Eilt öruggasta hnignunarmerki menningar, er lesa má í mann-
kynssögunni, er upplausn hjónabands og heimilislífs. Tvær mann-
eskjur tengjast með því bandi, að þær heita hvor annarri tryggð,
ævilangt meira að segja. En eftir stundum stuttan tíma er heitið
rofið, annarhvor aðilinn hrasar og sýnir af sér ótryggð, tekur fram-
hjú, drýgir hór. Stundum lafir heimilið uppi sem innviðabrotið
hús hangir á þekjunni. En oftsinnis leysist það upp. Það er ekki
fögur lýsingin, sem spámennirnir sumir gefa af siðferðisástandi
samtíðar sinnar. Hósea ritar á þessa le'ð: „Hórdómsandi hefir leitt
þá afvega, svo að þeir drýgja hór, ótrúir Guði sínum. Fyrir því
drýgja dætur yðar hór, og fyrir því hafa yðar ungu konur framhjá,
því að þeir ganga sjálfir afsíðis með portkonum og fórna slátur-
fórnum með hofskækjum, og fávitur lýðurinn steypir sér í glötun.“
Mjög mikil upplausn hjónabanda á sér víða stað nú á dögum,
þótt hún sé varla eins mikil enn og hjá Rómverjum forðum, þegar
konur í Róm töldu árin eftir eiginmönnunum. En nútíma dansinn
mun gera marga manneskjuna hórseka, þótt athöfnin sjálf fari
aldrei fram. „Hver, sem lítur á konu með girndarhug, hefir þegar
drýgt hór með henni í hjarta sínu,“ sagði Kristur forðum. Ég hefi
aldrei dansað á ævinni, og ég veit því ekki af eigin raun, hvaða
áhrif það hefði haft á mann eins og mig að snúast á dansgólfi með
stúlku eða konu annars manns í fanginu. Ég gizkaði á, hvað ég átti
á hættu, og kaus því heldur að flýja þessa freistingu en falla fyrir
henni. En ég var stundum viðstaddur fyrr á ævi, þegar fólk var að
dansa, og gaf því þá náinn gaum, hver áhrifin voru. Stuttpilsa-