Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 130
130
NORÐURLJÓSIÐ
ags Anda, biblíunni. í öðru lagi, boðskapur Andans í biblíunni er
rannseikaður og leitast við að skilja hann með mannlegum skilningi
einum, þ. e. án uppljómunar Andans. í þriðja lagi, boðskapur And-
ans, biblían, er lesinn og skilinn við uppljómun heilags Anda, en
hann er fluttur öðrum með sannfærandi orðum mannlegrar speki,
en ekki „með sönnun Anda og kraftar.“ Vér erum alveg háðir heilög-
um Anda. Hann verður að kenna oss, hvernig vér eigum að tala,
alveg eins og hitt, hvað vér eigum að tala. Hans verður að vera
krafturinn jafnt sem boðskapurinn.
14. Heilagur Andi hefir kraft til að kenna oss, hvernig vér eigum
að biðja. „En þér, elskaðir, uppbyggið yður sjálfa á yðar helgustu
trú, biðjið í heilögum Anda.“ Júd. 20. „Biðjið á hverri tíð í And-
anum.“ Efes. 6. 18.
Heilagur Andi leiðir hinn trúaða í bæn. Lærisveinarnir vissu ekki,
hvernig þeir ættu að biðja, svo að þeir komu til Jesú og sögðu:
„Herra, kenn þú oss að biðja.“ Lúk. 11. 1. „Vér vitum ekki, hvernig
vér eigum að biðja, en vér höfum annan hjálpara hjá oss.“ Jóh. 14.
16.—17. „Sjálfur Andinn hjálpar veikleika vorum.“ Róm. 8. 26.
Hann kennir oss að biðja. Sönn bæn er bæn í Andanum. Hún er
bæn, sem Andinn innblæs og leiðir. Þegar vér komum inn í nálægð
Guðs til að biðja, ættum vér að gjöra oss ljósan veikleika vorn, van-
þekkingu vora á því, um hvað vér eigum að biðja, eða hvernig vér
ættum að biðja. Með þeirri vissu, að vér megnum ekki að biðja rétt
af sjálfum oss, ættum vér að líta til heilags Anda og varpa sjálfum
oss algerlega upp á hann, að hann stjórni bænum vorum, leiði fram
það, sem vér þráum, og hvernig vér komum orðum að því. Það er
ekki bæn í heilögum Anda, né sönn bæn, að koma þjótandi inn í ná-
lægð Guðs og biðja um hið fyrsta, sem oss dettur í hug eða einhver
hugsunarlaus maður hiður oss að biðja fyrir. Yér verðum að híða
eftir heilögum Anda og gefa oss honum á vald. Bænin, sem Guð
heilagur Andi innblæs, er bænin, sem Guð faðirinn svarar. Af Róm.
8. 26.—27. lærum vér, að sú þrá, sem heilagur Andi kveikir í hjört-
um vorum, er oft of djúp til að verða klædd í orð. Guð sjálfur verð-
ur að „rannsaka hjartað“ til að vita, „hver sé hyggja Andans“ í
þessari ósögðu og ólýsanlegu þrá. Guð veit, hver er „hyggja And-
ans“. Hann veit, hvað þessi þrá merkir, sem Andinn hefir vakið,
jafnvel þótt vér vitum það ekki, og þessi þrá er „eftir vilja Guðs“.
Og hann uppfyllir hana. Þannig verður það, að „hann,... eftir þeim