Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 61
NORÐURLJÓSIÐ
61
skapaði manninn í mynd sinni og gerði hann hæfan til að njóta
samfélags við sig. En maðurinn yfirgaf Guð, og um margar aldir
leyfði Guð mönnunum að ganga þær götur, sem þá lysti. Síðan kom
sá tími, þegar hann vitjaði okkar mannanna í persónu Jesú frá
Nazaret. Boðskapur hans var kall til mannanna, að þeir skyldu gera
iðrun. Þegar hann hafði gefið sjálfviljuglega líf sitt í dauðann sem
fórn fyrir syndir okkar mannanna, og þegar hann var aftur risinn
upp frá dauðum, þá kunngeröi hann: „að boðað skuli verða í nafni
hans öllum þjóðum iðrun og syndafyrirgefn'ng.“ Þetta boðorð gaf
hann þeim, sem voru lærisveinar hans.
Þegar því Pétur postuli boðaði Krist í fyrsta sinn, þá sagði hann
„gerið iörun.“ Þegar svo hinn upprisni og upp til himins farni frels-
ari kallaði vantrúarmanninn Sál frá Tarsus, er var síöar nefndur
Páll postuli, og gerði hann að þjóni sínum, þá geröist hann ekki
óhlýðinn þessari himnesku vitrun, heldur fór og boöaði mönnum:
„að gera iðrun og hverfa til Guðs og vinna verk samboðin iörun-
inni.“ Og enn í dag býður Guð mönnunum, að þeir skulu allir og
alls staöar gera iðrun, láta af vondum verkum, fá fyrirgefningu
Guðs á öllum syndum vegna nafns sonar hans Drottins Jesú Krists
og lifa hóglátlega, réttvíslega og guðrækilega í he'mi þessum, með-
an þeir bíða eftir því, að Guð sendi Jesúm hingað til jarðar í ann-
að sinn.
„Hrynur vestræn menning senn?“ Þeirri spurningu verður ekki
svarað til fulls. Bihlían sýnir, að Guð hegnir fyrir syndir, hvort
heldur eiga í hlut einstakar borgir eða heilar þjóðir. Sódómu og
Gómorru var tortímt með eldi vegna synda þeirra og þó einkum
vegna einnar sérstakrar syndar, sem náð hafði tökum á karlmönn-
um í Sódómu. Hún var ófriðhelg með öllu samkvæmt lögmáli Guðs,
er hann gaf ísrael, og hún hefir veriö ófr:Shelg þar, sem kristin
menning ríkir. En nú er talaö um að lögleyfa hana og líta á hana
sem sjálfsagt athæfi. ísrael og Júda frömdu líka margs konar óhæfu,
sem Guð hafði hannað. Hann hóf þá upp herveldi til að refsa þeim.
Assýríukonungar herleiddu ísrael. Síðan kom Bahel-ríkið og sund-
urmolaði Júdaríki. En þegar Guð hafði notað þessi ríki til að refsa
fráfallinni, syndugri þjóð sinni, þá lét hann líka Assýríu og Bahel-
ríkið líða undir lok.
Vel má vera, að Guð hafi leyft framgang kommúnismans til að
refsa nafnkristnum þjóðum og fráföllnum kirkjum fyrir hræsni og