Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 30
30
NORÐURLJ ÓSIÐ
las hana aftur og aftur þó nokkrum sinnum. Ég gerði mér sannleik-
ann Ijósan, vissi, að Kristur er Guð, og hætti að vera óvissutrúar-
maður.
Bókin sagði frá því, að mjög ríkur Gyðingur hataði kristna trú
og allt, sem að henni laut. Einkalíf hans var án klúrleika eða lasta
af nokkru tagi; framkoma hans hreif flesta, hann var vinsæll í sam-
kvæmislífinu og auðæfi hans óskaplega mikil. En úr öllum hans
hæfileikum og óskaplegum auði var smíðað eitt djöfullegt vopn —
að sópa á brott öllum kristindómi; að sanna, að Kristur væri ekki
Guð, að upprisan hefði aldrei átt sér stað, og það væri enginn sann-
leikur í viðurkenndum guðdómi Drottins vors.
Fróðastur allra sérfróðra manna um uppgröft í Landinu helga var
Sir Robert Llewellyn, prófessor við British Museum. Hann eyddi
talsvert meiru en efni hans leyíðu og fékk fé að láni hjá Schuabe.
Illmennið bauðst til að þurrka út skuldina og þar að auki að borga
Llewellyn stórmikla fjárhæð, ef hann hjálpaði honum til að fram-
kvæma fyrirætlun hans að sanna, að upprisan hefði aldrei átt sér
stað — í raun og veru að breyta sögu heimsins.
Llewellyn samþykkti þetta, Ieysti verk sitt snilldarlega af hendi
með hjálp grísks steinsmiðs, sem nefndur var Ion’des. Starf þeirra
að uppgrefti á heilögum stöðum beindist loks út fyrir Damaskus-
hliðið í Jerúsalem, þar sem nýtt grafa-Icerfi fannst. í einni af gröf-
unum fannst steinhella, sem lík mátti leggja á, og yfir henni var
áletrun á grísku:
„Ég, Jósef frá Arimaþeu, tók líkama Jesú frá Nazaret úr gröfinni,
þar sem það var lagt fyrst, og fól það á þessum stað.“
Það var ofurlítil mold ofan á steinhellunni, sem gat verið leifar
rotnaðs likama. Schuahe hélt þegar í stað fyrirlestur í Jerúsalem um
fund þennan og nefndi hann „Hrun kristindómsins.“
Einn maður trúði því, að allt þetta grimmdarlega mál vœri risa-
vaxin blekking — ungur aðstoðarprestur v:ð kirkju í Lundúnum.
Hann hafði hitt Scliuabe nokkrum mánuðum áður og verið tortrygg-
inn. Með hjálp ríkra og áhrifamikilla vina sinna tók ungi presturinn
til starfa. Þegar komizt var að því, að steinsmiðurinn gríski, Ionides,
hafði tekið á móti mikilli fjárupphæð, hætt vinnu til að setjast í
helgan stein norður í Gyðingalandi, varð tortryggnin að vissu. Hann
var heimsóttur og játaði glæp sinn. Fréttirnar voru gerðar heyrin-
kunnar. Myrkurskýin hurfu, Ijósið skein aftur.