Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 36
36
NORÐURLJ ÓSIÐ
Þá er það, að Jakob fer að hugsa um þá hættu, sem hann er í, ef
Esaú er honum reiður enn. Hann sendir menn á fund hans. Þeir
koma aftur með þá fregn, að Esaú komi á móti honum með 400
manna lið. Þá var ófriðar von. Hvernig gat Jakob mætt hættunni?
Drottinn hafði heitið Jakob því, að vera með honum. En traust
Jakobs á þetta fyrirheit Drott'ns var ekki mikið. Hann hugsaði alltaf
um, hvað bann sjálfur gæti gert. Þá kemur engill Drottins. Hann
birtist Jakobi sem maður, er glímir við hann alla nóttina. Jakob vill
ekki sleppa honum, nema hann fái blessun hans, og hana fær hann:
Hann fær nýtt nafn. „Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur ísrael;
því að þú hefir glímt við Guð og menn og fengið sigur.“ Ekki er vafi
á því, að glíma Jakobs var einnig andlegs eðlis. Mörgum öldum síð-
ar flutti einn afkomandi hans, Hósea spámaður, boðskap Drottins.
Þá segir Andi Guðs fyrir munn hans um Jakob: „í móðurkviði lék
hann á bróður sinn og sem fulltíða maður glímdi bann við Guð.
Hann glímdi við engil og bar bærri hlut; hann grét og bað hann
líknar.“
Hann grét. Hvers konar tárum? Angistar og iðrunar. Hann var nú
í þeim kringumstæðum, að enginn gat bjargað honum nema Guð.
En þegar hann fer að biðja, þá rís syndin gagnvart bróður hans upp
í móti honum. Það hafa fleiri en Jakob fengið að reyna það, hvílík-
an múrvegg syndin getur reist á milli Guðs og manns, vilji maðurinn
ekki kannast við synd sína, iðrast hennar og láta af henni. Mörgum
öldum síðar fékk Israelsþjóðin þennan boðskap frá Guði: „Sjá,
hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra
hans er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki; en það eru misgerðir
yðar, sem skilnað hafa gert milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar,
sem byrgt hafa auglit hans fyrir yðar, svo að hann heyrir ekki.“
Engar kvalir jafnast á við samvizkukvalir, segja þeir, sem reynt
hafa. Þegar menn finna, að þeir hafa framið synd eða drýgt glæp,
þá getur sú tilfinning rekið þá til lögreglunnar að lokum, svo að
þeir fái afplánað glæp sinn samkvæmt lögum manna. En sé tilfinn-
ingin sú, sem Davíð konungur lýs'r með þessum orðum: „Gegn þér
einum hefi ég syndgað og gert það, sem illt er í augum þínum,“
hvað getur friðað samvizkuna þá? Flestir vita um pílagrímsferðir
Indverja til heilagra staða til að reyna að losna við syndir sínar, en
árangurslaust. Óhreint vatnið í helgri Ganges þvær ekki af þeim
syndir og saurugleik. Guði sé lof, að í bihlíunni okkar standa þessi