Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 23
NORÐURLJÓSIÐ
23
„Veriö hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: Konurnar eigin-
mönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er
höfuð konunnar, að sínu leyti eins og Kristur er höfuð safnaðarins,
hann sem er frelsari líkamans (ensk. þýð.). En eins og söfnuðurinn
er undirgefinn Kristi, svo og konurnar mönnum sínum í öllu. Þér
menn, elskið konur yðar að sínu leyti, eins og Kristur elskaði söfn-
uðinn og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hann... Svo skulu þá
eiginmennirnir elska konur sínar — eins og sína eigin líkami. Sá,
sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig... En hvað, sem því líður,
þá skuluð þér hver um sig elska eiginkonu sína að sínu leyti eins og
sjálfan sig, en konan skal óttast (virða) mann sinn.“
Konan á að hlýða manninum sínum, eins og það væri Drottinn,
sem hún er að hlýða, því að í raun og veru er hún að gera það. (Af
því að Drottinn skipar það. Þýð.) Þetta merkir, að hún á að hlýða
með gleði, sem kemur frá ástríku og hlýðnu hjarta. Hlýðnin við
manninn ætti að vera þáttur í trúrækni kristinnar konu. Hún er hon-
um undirgefin „eins og það væri Drottinn“.
Konur séu „undirgefnar í öllu.“
í 24. grein hér að ofan segir, „eins og söfnuðurinn er undirgef-
inn Kristi, svo og konurnar mönnum sínum í ÖLLU.“ Satt er það, að
hver maður, kona og barn, hver þjónn og hver borgari, ætti að setja
Guð fyrstan og hlýða honum fyrst. En ritningin virðist ekki gera
ráð fyrir því, að nokkuð það komi fyrir, þar sem Guð segi konunni
að óhlýðnast manninum sínum. Kona á að vera undirgefin manni
sínum á safnaðarsamkomu og í fræðslu í trúarefnum, eins og vér
lærum af I. Kor. 14. 34., 35. Konur halda stundum, að þær þóknist
Guði með því að eyða tíma við kirkjulegt starf, þegar eiginmenn-
irnir vilja, að þær séu að gegna heimilisskyldum sinum. Ég hefi
margsinnis orðið þess var, að konur leituðust við að gefa fé til mál-
efnis Drottins án samþykkis manna sinna, stundum stolið pening-
um úr vösum mannsins til að gjalda tíund. Þær gerðu rangt sam-
kvæmt 4. Mós. 30. 13.—15. Ef eiginmaðurinn bannar það, þá her
hann ábyrgðina að halda því, sem Drottins er, en ekki konan. Kon-
ur eiga að vera mönnum sínum undirgefnar í öllu, segir Guðs orð.
Líkami hennar á jafnvel að vera eiginmanninum undirgefinn, eins
og hún líka hefir vald yfir líkama hans. (1. Kor. 7. 3.—5.). í heim-
ilishaldi, notkun fjármuna, uppeldi barnanna, í klæðaburði og í fé-